Erlendar rútur raska ró Samtaka ferðaþjónustu Þórdís Valsdóttir skrifar 29. júní 2016 06:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til Ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira