Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag.
Iceland stendur undir nafni og styður Ísland á EM en svo virðist sem stjórnendur fyrirtækisins hafi fengið smá móral eftir sigur Íslendinga á Englendingum í gær.
Þess vegna verður Englendingum boðið upp á frían bjór í Iceland í dag. Um er að ræða 500 ml flöskur af Spitfire bjór en hann verður í boði í 700 Iceland-verslunum víðs vegar um England.
Ísland vann leikinn í Nice í gær með tveimur mörkum gegn einu og sendi enska liðið í sumarfrí. Íslendingar mæta Frökkum á Stade de France í 8-liða úrslitum á sunnudaginn.
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti



Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn