Sigurvegarar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2016 07:00 Andri Snær var sigurvegari kosninganna. Hann fékk að vísu ekki meirihluta greiddra atkvæða en framboð hans kveikti elda í brjóstum landsmanna sem loga um ókomin ár. Hann fékk meirihluta ógreiddra atkvæða. Yngri dóttir mín sem enn er ekki komin með kosningarétt studdi hann eindregið – og allir vinir hennar og slíkur frambjóðandi er á framtíðarvegi. Hugsjónir hans verða orðnar að almæltum tíðindum innan tíu ára – enda snúast þær um mikilvægustu mál mannkyns, sjálfa framtíð þess á jörðu. Og það voru ekki bara málefnin sem gerðu hann sigursælan heldur umræðuháttur hans líka; nærvera hans á hinu opinbera sviði; hvernig hann nálgast málefni í tali sínu, einbeittur, kiprar augun, lyftir lófum eins og til að grípa hugsun þegar hún kemur á ógnarhraða, kurteis og beittur, fyndinn, andríkur; talar stundum lágt sem neyðir þau sem hlusta til að hugsa.FylgjufylgiðAnnars var það auðvitað Elísabet Kristín Jökulsdóttir sem var sigurvegari kosninganna. Úr ýmsum áttum barst vandlætingarhnuss yfir því hvað hún vildi eiginlega upp á dekk og hagaði sér ekki eins og almennilegt lárviðarskáld og klæddist purpuraskikkju þegar Dansinn hennar við Ufsaklett var lagður fram til Norðurlandaverðlauna … en hún reyndist eiga erindi upp á dekkið: jafnvel brýnt. Hún hafði eitthvað fram að færa. Hún kom úr einhverri átt, talaði um eitthvað og á einhvern hátt sem enginn annar hefði verið fær um. Hún bauð upp á dansspor og dreymin tilsvör en svaraði líka hreint og beint þegar þess þurfti. Hún talaði fyrir allt það fólk í samfélaginu sem glímir við fíknir, áráttur, ókyrrð í lofti í blindhugarflugi, og misalvarleg geðveikindi – það er að segja, eiginlega okkur öll. Hún fékk allt fylgjufylgið – fylgjurnar okkar kusu hana og í þrettándu víddinni er hún þegar tekin til starfa sem hennar hátign Elísabet fyrsta. Hér í hvunndagsvíddunum var það hins vegar Halla Tómasdóttir sem var sigurvegari kosninganna – að sjálfsögðu. Hún hafði margt á móti sér í byrjun. Baugsklappstýran með oflætisfirrur hins markaðsóða viðskiptaþings í mal sínum sem með frasa úr sjálfstyrkingarnámskeiðum á vör býðst til að gerast mannauðsstjóri íslensks þjóðlífs eftir að hafa hvorki meira né minna en stofnað banka – að kjósa hana myndi fullkomna uppgjörið við uppgjörið við hrunið. Svona hugsuðu mörg þegar hún kom fram: málið var ekki að hún væri óþekkt heldur var hún of merkt markaðs-ofstæki Stóru-Bólu í huga margra. En hún setti undir sig hausinn, hélt milljón fundi út um allar þorpagrundir, einn í einu, mann á mann, og útskýrði hugmyndir sínar og sýn á íslenskt samfélag og verkefni þess – kom svo í sjónvarpið og glansaði þar. Rétt eins og Andri Snær, Elísabet og Guðni var hún jákvæð og uppbyggileg, vingjarnleg í garð meðframbjóðenda en eldheit í löngun sinni að duga landi og þjóð. Engir útúrsnúningar, engir stælar, enginn skætingur, enginn píslarvættis-ofleikur – bara gleði. Og um síðir tengdi fólk hana ekki lengur við útrás og bankstera heldur fyrst og fremst við Þjóðfundinn og gildin góðu sem út úr honum komu og hugsjónir um nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála – og sjálfa kvenorkuna. Og eitthvað sem líktist vongleði. Auðvitað græddi hún á því þegar hinar fráleitu árásir Davíðs og liðsodda hans dundu á Guðna, stóð hvítklædd og brosandi, jákvæð og ósnortin af karlaslagnum, sem einkenndist að vísu af því að Davíð var einn að ólmast í sínum drullupolli að sletta á Guðna. Og það munaði engu að hún næði, á síðustu metrunum, að hrifsa til sín kórónuna sem allir töldu að Guðni ætti vísa.Fyrir hvað stendur hann?En það var sem sé Guðni Th. Jóhannesson sem var að sjálfsögðu sigurvegari kosninganna. Hann var hreinlega sóttur upp í háskóla, mátaður við djobbið af væntanlegum vinnuveitanda – þjóðinni – og sagt að sækja um; málefnalegur, skýrmæltur, svolítið glaðhlakkalegur, vænn – bjart yfir honum. Það er eðlilegt að frambjóðandi hljóti ekki yfir fimmtíu prósent atkvæða þegar nýr forseti er kjörinn úr hópi fólks sem ekki gegnir starfinu. Hið mikla fylgi sem hann hafði framan af var sýndarfylgi; að miklu leyti frá fólki sem hugðist aðallega kjósa ekki Davíð heldur þann sem líklegastur væri til að skáka honum. Þegar fólk fór svo að slaka á og sjá að það hafði ekki ástæðu til að óttast Davíð (frekar en kannski nokkru sinni – veldi hans var ekki síst smíðað úr ótta við hann) fór fólk eðlilega að skima eftir öðrum kostum sem fremur töluðu í anda hugsjóna og gilda sem það aðhylltist. Því að þó að Guðni standi kannski ekki á eindreginn hátt fyrir tilteknar hugsjónir og gildi – fyrir utan lýðræði og frelsi í víðum skilningi – þá er ekki þar með sagt að hann standi ekki fyrir neitt. Fólk sem kaus hann var að kjósa tiltekna mannkosti, sem hann hefur sýnilega til að bera og þarflaust er að gera lítið úr: skynsemi, góðvild, samviskusemi, eitthvað sem kalla má þegnskap; í öðru lagi var fólk að kjósa þekkingu hans á starfinu; hann hefur einfaldlega stúderað starfið og velt því fyrir sér á alla kanta; og þó að hann sé reynslulítill í refsskap og útúrsnúningalist íslenskra kappræðusiða, eins og stundum sýndi sig, þá er það líka honum til framdráttar að stunda ekki þess háttar þrætubók. Hann stundar annars konar samræðulist, sem bendir vonandi til betri siða í komandi kosningum. Og að sjálfsögðu er Davíð Oddsson líka sigurvegari þessara kosninga – sá Davíð sem birtist okkur á kosninganótt, hlýr og skemmtilegur, og virkaði eins og maður sem hægt er að eiga orðastað við, og á vonandi eftir að láta meira að sér kveða. Við höfum ekki séð þá persónu áratugum saman en vonandi er hann kominn til að vera. Tímabært er að Davíð hætti að ljá eyra við röddum þeirra sem ala á ofsóknarórum (RÚV-meinlokurnar) og telja honum trú um að eitthvert konungsríki bíði hans ef hann sé bara nógu ófyrirleitinn. Allir voru sigurvegarar – að sjálfsögðu – og þau sem minnsta fylgið fengu ljómuðu beinlínis af hamingju á kosninganótt. Þannig á það að vera – þjóðin öll var sigurvegari þessara kosninga. Og sigrar svo leikinn í kvöld … Að sjálfsögðu.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Andri Snær var sigurvegari kosninganna. Hann fékk að vísu ekki meirihluta greiddra atkvæða en framboð hans kveikti elda í brjóstum landsmanna sem loga um ókomin ár. Hann fékk meirihluta ógreiddra atkvæða. Yngri dóttir mín sem enn er ekki komin með kosningarétt studdi hann eindregið – og allir vinir hennar og slíkur frambjóðandi er á framtíðarvegi. Hugsjónir hans verða orðnar að almæltum tíðindum innan tíu ára – enda snúast þær um mikilvægustu mál mannkyns, sjálfa framtíð þess á jörðu. Og það voru ekki bara málefnin sem gerðu hann sigursælan heldur umræðuháttur hans líka; nærvera hans á hinu opinbera sviði; hvernig hann nálgast málefni í tali sínu, einbeittur, kiprar augun, lyftir lófum eins og til að grípa hugsun þegar hún kemur á ógnarhraða, kurteis og beittur, fyndinn, andríkur; talar stundum lágt sem neyðir þau sem hlusta til að hugsa.FylgjufylgiðAnnars var það auðvitað Elísabet Kristín Jökulsdóttir sem var sigurvegari kosninganna. Úr ýmsum áttum barst vandlætingarhnuss yfir því hvað hún vildi eiginlega upp á dekk og hagaði sér ekki eins og almennilegt lárviðarskáld og klæddist purpuraskikkju þegar Dansinn hennar við Ufsaklett var lagður fram til Norðurlandaverðlauna … en hún reyndist eiga erindi upp á dekkið: jafnvel brýnt. Hún hafði eitthvað fram að færa. Hún kom úr einhverri átt, talaði um eitthvað og á einhvern hátt sem enginn annar hefði verið fær um. Hún bauð upp á dansspor og dreymin tilsvör en svaraði líka hreint og beint þegar þess þurfti. Hún talaði fyrir allt það fólk í samfélaginu sem glímir við fíknir, áráttur, ókyrrð í lofti í blindhugarflugi, og misalvarleg geðveikindi – það er að segja, eiginlega okkur öll. Hún fékk allt fylgjufylgið – fylgjurnar okkar kusu hana og í þrettándu víddinni er hún þegar tekin til starfa sem hennar hátign Elísabet fyrsta. Hér í hvunndagsvíddunum var það hins vegar Halla Tómasdóttir sem var sigurvegari kosninganna – að sjálfsögðu. Hún hafði margt á móti sér í byrjun. Baugsklappstýran með oflætisfirrur hins markaðsóða viðskiptaþings í mal sínum sem með frasa úr sjálfstyrkingarnámskeiðum á vör býðst til að gerast mannauðsstjóri íslensks þjóðlífs eftir að hafa hvorki meira né minna en stofnað banka – að kjósa hana myndi fullkomna uppgjörið við uppgjörið við hrunið. Svona hugsuðu mörg þegar hún kom fram: málið var ekki að hún væri óþekkt heldur var hún of merkt markaðs-ofstæki Stóru-Bólu í huga margra. En hún setti undir sig hausinn, hélt milljón fundi út um allar þorpagrundir, einn í einu, mann á mann, og útskýrði hugmyndir sínar og sýn á íslenskt samfélag og verkefni þess – kom svo í sjónvarpið og glansaði þar. Rétt eins og Andri Snær, Elísabet og Guðni var hún jákvæð og uppbyggileg, vingjarnleg í garð meðframbjóðenda en eldheit í löngun sinni að duga landi og þjóð. Engir útúrsnúningar, engir stælar, enginn skætingur, enginn píslarvættis-ofleikur – bara gleði. Og um síðir tengdi fólk hana ekki lengur við útrás og bankstera heldur fyrst og fremst við Þjóðfundinn og gildin góðu sem út úr honum komu og hugsjónir um nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála – og sjálfa kvenorkuna. Og eitthvað sem líktist vongleði. Auðvitað græddi hún á því þegar hinar fráleitu árásir Davíðs og liðsodda hans dundu á Guðna, stóð hvítklædd og brosandi, jákvæð og ósnortin af karlaslagnum, sem einkenndist að vísu af því að Davíð var einn að ólmast í sínum drullupolli að sletta á Guðna. Og það munaði engu að hún næði, á síðustu metrunum, að hrifsa til sín kórónuna sem allir töldu að Guðni ætti vísa.Fyrir hvað stendur hann?En það var sem sé Guðni Th. Jóhannesson sem var að sjálfsögðu sigurvegari kosninganna. Hann var hreinlega sóttur upp í háskóla, mátaður við djobbið af væntanlegum vinnuveitanda – þjóðinni – og sagt að sækja um; málefnalegur, skýrmæltur, svolítið glaðhlakkalegur, vænn – bjart yfir honum. Það er eðlilegt að frambjóðandi hljóti ekki yfir fimmtíu prósent atkvæða þegar nýr forseti er kjörinn úr hópi fólks sem ekki gegnir starfinu. Hið mikla fylgi sem hann hafði framan af var sýndarfylgi; að miklu leyti frá fólki sem hugðist aðallega kjósa ekki Davíð heldur þann sem líklegastur væri til að skáka honum. Þegar fólk fór svo að slaka á og sjá að það hafði ekki ástæðu til að óttast Davíð (frekar en kannski nokkru sinni – veldi hans var ekki síst smíðað úr ótta við hann) fór fólk eðlilega að skima eftir öðrum kostum sem fremur töluðu í anda hugsjóna og gilda sem það aðhylltist. Því að þó að Guðni standi kannski ekki á eindreginn hátt fyrir tilteknar hugsjónir og gildi – fyrir utan lýðræði og frelsi í víðum skilningi – þá er ekki þar með sagt að hann standi ekki fyrir neitt. Fólk sem kaus hann var að kjósa tiltekna mannkosti, sem hann hefur sýnilega til að bera og þarflaust er að gera lítið úr: skynsemi, góðvild, samviskusemi, eitthvað sem kalla má þegnskap; í öðru lagi var fólk að kjósa þekkingu hans á starfinu; hann hefur einfaldlega stúderað starfið og velt því fyrir sér á alla kanta; og þó að hann sé reynslulítill í refsskap og útúrsnúningalist íslenskra kappræðusiða, eins og stundum sýndi sig, þá er það líka honum til framdráttar að stunda ekki þess háttar þrætubók. Hann stundar annars konar samræðulist, sem bendir vonandi til betri siða í komandi kosningum. Og að sjálfsögðu er Davíð Oddsson líka sigurvegari þessara kosninga – sá Davíð sem birtist okkur á kosninganótt, hlýr og skemmtilegur, og virkaði eins og maður sem hægt er að eiga orðastað við, og á vonandi eftir að láta meira að sér kveða. Við höfum ekki séð þá persónu áratugum saman en vonandi er hann kominn til að vera. Tímabært er að Davíð hætti að ljá eyra við röddum þeirra sem ala á ofsóknarórum (RÚV-meinlokurnar) og telja honum trú um að eitthvert konungsríki bíði hans ef hann sé bara nógu ófyrirleitinn. Allir voru sigurvegarar – að sjálfsögðu – og þau sem minnsta fylgið fengu ljómuðu beinlínis af hamingju á kosninganótt. Þannig á það að vera – þjóðin öll var sigurvegari þessara kosninga. Og sigrar svo leikinn í kvöld … Að sjálfsögðu.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun