Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu æfðu á keppnisleikvanginum Allianz Riviera í Nice í síðdegis í dag. Sólin skein og hitinn var mikill en um 30 stiga hiti er í frönsku borginni í dag.
Leikvangurinn fær ekki að bera fyrrnefnt nafn á Evrópumótinu í fótbolta vegna árekstra styrktaraðila. UEFA hefur engan áhuga á að leikvangurinn beri þetta heiti svo á Evrópumótinu er hann kallaður Stade de Nice.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði strákana í bak og fyrir á leikvanginum í dag.
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á vellinum sem má ekki bera nafnið sitt
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti




Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
