Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 18:15 KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn