Vöknum og veljum rétt Þóranna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:35 Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun