„Ég er orðinn stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um Ísland“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 20:15 Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira