Andri Snær – forseti með erindi Eydís Blöndal skrifar 24. júní 2016 08:48 Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Sjá meira
Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins!
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun