Erlent

Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum

Atli Ísleifsson skrifar
Kjörstaðir opnuðu í morgun.
Kjörstaðir opnuðu í morgun. Vísir/AFP
Kjörstaðir lokuðu í Bretlandi klukkan 21 að íslenskum tíma og er byrjað að telja upp úr kjörkössunum.

Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) og einn harðasti andstæðingur ESB-aðildar Bretlands, segir að svo virðist sem að Bretar hafi kosið með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Sky News hefur þetta eftir Farage.

Fylgjast má með kosningaumföllun Sky News í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

23:35

Spennandi kosninganótt er framundan. Fylgist með útsendingu Sky News í spilaranum að ofan.

23:20

Andstæðingar ESB-aðildar Breta hafa unnið mikinn sigur í Sunderland - nokkuð stærri en von var á. 61 prósent kjósa með útgöngu, 39 prósent með áframhaldandi aðild. 

Breska pundið er í frjálsu falli þessa stundina.

23:08

Þegar búið er að tilkynna um rúmlega 160 þúsund atkvæðum í alls þremur kjördæmum af 382 er hafa 57,3% atkvæða fallið með áframhaldandi aðild, 42,7% með því að Bretland segi skilið við ESB.

23:06

Meirihluti kjósenda á Orkneyjum hafa kosið með áframhaldandi aðild.

23:04

Newcastle upon Tyne: 65.404 kjósa með áframhaldandi aðild (50,7%), 63.598 vilja út (49,3%).



22:52

Nigel Farage segir að sama hver vinni þessa orrustu þá séu andstæðingar ESB-aðildar að vinna stríðið.

22:50

Endanlegar tölur voru að koma frá Gíbraltar þar sem 19.333 manns (95,9 prósent) greiddu atkvæði með áframhaldandi ESB-aðild en 823 gegn (4,1 prósent).

22:15

Theresa Villiers, þingkona Íhaldsflokksins og baráttukona fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagði í samtali við Sky að það væri hennar tilfinning að Bretar hafi kosið með áframhaldandi aðild Bretlands.

22:08

Skoðanakönnun Ipsos Mori bendir til þess að 54 prósent hafi kosið með áframhaldandi aðild, og 46 prósent gegn.

22:04

Engar tölur hafa enn verið gerðar opinberar.

22:00


Íhaldsmaðurinn Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúnaborgar og einn leiðtoga þeirra sem hafa barist fyrir útgöngu Breta, segir að lýðræðinu hafi nú verið þjónað og þakkar hann öllum sem kusu. Úrslita er beðið.

21:30:

Rúmlega áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr ESB hafa afhent David Cameron forsætisráðherra bréf þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við hann. Segja þingmennirnir Cameron hafa umboð og vera skyldugan til þess að halda starfi sínu áfram, sama hver útkoman úr þjóðaratkvæðagreiðslunni verður. Boris Johnson er í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið.

21:20:

Engar sérstakar útgönguspár verða birtar en glæný skoðanakönnn YouGov bendir til þess að 52 prósent Breta kjósi með áfranhaldandi aðild og 48 prósent gegn.

21:15:

Kosningaþáttaka virðist hafa verið sérstaklega mikil í þjóðaratkvæðagreiðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×