Las Vegas hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir því að fá atvinnumannalið í einum af stóru íþróttanna í Bandaríkjunum. Sá draumur er loksins að verða að veruleika.
NHL-deildin í íshokkí hefur nefnilega ákveðið að byrja með lið í borginni. Það lið mun kom inn í deildina leiktíðina 2017-18. Þar með verða liðin 31 í deildinni.
NHL-deildin hefur ekki bætt við sig liði síðan árið 2000 er Columbus Blue Jackets og Minnesota Wild komu inn í deildina.
Íshokkíliðið í Las Vegas mun spila heimaleiki sína í hinni nýju og glæsilegu T-Mobile Arena en hún opnaði apríl síðastliðnum. Höllin er við Las Vegas Strip.
Liðunum gæti fjölgað í Vegas á næstu árum þar sem hávær umræða er um að flytja eigi lið Raiders í NFL-deildinni til Las Vegas.
