EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 08:48 Jóhann Berg fagnar á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það var allt öðruvísi að sitja fyrir íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Austurríki á Stade de France í gærkvöldi og eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Fyrir níu dögum voru Íslendingar hoppandi sigurreifir eftir 1-1 jafntefli gegn Cristiano Ronaldo, draumabyrjun á riðlinum, en eftir sigurinn í gær voru allir í sjokki. Spennufallið var rosalegt. Enginn að syngja, enginn að fagna. Allir bara að ná áttum Hverju í ósköpunum urðum við eiginlega vitni að Íslenskir stuðningsmenn voru teknir tali fyrir utan Stade de France eftir leik. Bjartsýnin var mikil. Fólk flykktist utan til að sjá leikinn enda vildi enginn missa af stóru stundinni. Allar spár voru á þann veg að við færum áfram. Einstaka maður spáði jafntefli en annars var það bara sigur á línuna. Og þvílíkur sigur, og allar sögurnar. Reyndar eru erlendir miðlar þessa stundina bara að hlæja að stórkostlegri lýsingu Gumma Ben en sögurnar eru úti um allt, þvílíkar sögur.Síðasti kaflinn í sögu Eiðs Smára hefur ekki verið skrifaður. Honum var ekki skipt inn á eins og margir áttu von á. En auðvitað vissu Heimir og Lars nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Theodór Elmar og Arnór Ingvi áttu frábæra innkomu, komu inn með orku sem við þurftum á að halda og kláruðu leikinn. Reyndar virtist Birkir Bjarna vera að setja heimsmet í 100 metra hlaupi á síðasta sprettinum upp völlinn, sá sprettur!Mómentin í leiknum. Skotið hjá Jóa Berg, Hannes í „guð minn góður“ vandræðum á markteig, markið hjá Jóni Daða eftir innkastið á kollinn á Kára, vítaspyrnan í stöngina, jöfnunarmarkið stórkostlega, Kári bjargaði frá Alaba á línu, Hannes varði einn á einn með fótunum og svo markið, og flautað. Þetta var búið. Þetta gerðist, ekkert „næstum því“, við sigruðum Austurríki.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í gærkvöldi og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei.Vísir/VilhelmEftir að „Lífið er yndislegt“ hafði hljómað á Stade de France byrjaði að rigna. Veðurguðirnir rigndu gleðitárum þangað til þeir áttuðu sig á því að þessir tíu þúsund Íslendingar voru ekki komnir til útlanda til að upplifa rigningu. Snarlega stytti upp þótt áfram hafi verið blautt hjá fjölmörgum Íslendingum. Þegar við fjölmiðlamennirnir yfirgáfum hótelið klukkan 6:30 að staðartíma í morgun voru enn Íslendingar í tólfubúningum á ferli. Vildu ekki að kvöldið myndi enda, skiljanlega. What a night!Þetta hlýtur að vera alveg hundleiðinlegt segja stuðningsmenn á faraldsfæti í mikilli kaldhæðni þegar þeir stöðva okkur fjölmiðlamennina á förnum vegi. Skiljanlega. Þvílík forréttindi sem það eru að flylgja strákunum okkar eftir í þessu EM-ævintýri. Vinnan er mikil, engir átta tíma „stimpla sig inn og svo út“ dagar heldur vaknað í síðasta lagi átta og farið að sofa alltof seint. En er einhver að kvarta? Nei, ekki séns. Hugsa að enginn myndi skipta á þessu fyrir nokkuð annað. Þessi pistill er skrifaður í fjögurra tíma lestarferð sem hófst 7:49 í París og lýkur í Annecy, fjallabæ strákanna okkar. Þar hittum við landsliðsþjálfarana, væntanlega brosandi út að eyrum sem munu þó gera sitt besta til að halda kúlinu. Fagmennirnir sem þeir eru.Við tekur endurheimt hjá okkar mönnum, sem voru örmagna í leikslok í gær eftir síðari hálfleik sem virtist aldrei ætla að enda. Markið hjá Arnóri Ingva tryggi fjögurra daga hlé á milli leikdaga, nauðsynlega hvíld fyrir þreytta fætur. Og svo er það England, já England. Loksins, loksins, loksins. Draumaleikurinn síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta, og það á stórmóti. Og ekki nóg með það. Við eigum möguleika, heilmikla möguleika.Orðinn leiður á lestrinum? Sjáðu þá Austurríkismann reyna að næla sér í koss fyrir utan Moulin Rouge með vandræðalegum afleiðingum. Uppákoman er eftir 13 og hálfa mínútu. Marteinn Geirsson, slökkviliðsstjóri og fyrrverandi landsliðsmaður, ræddi við mig í gær um síðari hálfleikinn. Vissulega hefði leikur liðsins í síðari hálfleik gegn Austurríki minnt á gömlu tímana þar sem íslenskir baráttuhundar reyndu að halda núllinu eins lengi og mögulegt var. Jafntefli á útivelli var svo til alltaf sigur, jafnvel stórsigur. En hugarfarið er allt annað sagði Marteinn. Nú hafa menn trú. Orð að sönnu. Við fengum fimm stig í riðlakeppninni, erum ósigrað landslið á stórmóti í fótbolta og okkur eru allir vegir færir.Einhverjir stuðningsmenn voru farnir að velta fyrir sér, í sigurvímu og bjartsýniskasti í gærkvöldi, af hverju verðum við ekki bara Evrópumeistarar? Danir gátu það 1992 og Grikkir 2004, landslið sem enginn, bókstaflega enginn, hafði trú á að myndu fara alla leið. Enginn hafði trú á Íslandi en það er allt hægt í fótbolta. Auðvitað er allt hægt og hvernig sem fer hafa strákarnir okkar öðlast virðingu alls heimsins. Víkingarnir sem hafa trú á sjálfum sér og neita að gefast upp, sama hver andstæðingurinn er. Spyrjið bara Hollendinga, Tékka, Portúgala, Ungverja, Austurríkismenn, Tyrki og Svisslendinga. Og kannski Englendinga? Sjáum til á mánudaginn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Miðasala á leikinn í Nice hefst í dag Öll miðasalan fer fram í gegnum heimasíðu UEFA og er jafnt fyrir Íslendinga og aðra. Fyrstir koma, fyrstir fá. 23. júní 2016 08:39 Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Það var allt öðruvísi að sitja fyrir íslenskum stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Austurríki á Stade de France í gærkvöldi og eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Fyrir níu dögum voru Íslendingar hoppandi sigurreifir eftir 1-1 jafntefli gegn Cristiano Ronaldo, draumabyrjun á riðlinum, en eftir sigurinn í gær voru allir í sjokki. Spennufallið var rosalegt. Enginn að syngja, enginn að fagna. Allir bara að ná áttum Hverju í ósköpunum urðum við eiginlega vitni að Íslenskir stuðningsmenn voru teknir tali fyrir utan Stade de France eftir leik. Bjartsýnin var mikil. Fólk flykktist utan til að sjá leikinn enda vildi enginn missa af stóru stundinni. Allar spár voru á þann veg að við færum áfram. Einstaka maður spáði jafntefli en annars var það bara sigur á línuna. Og þvílíkur sigur, og allar sögurnar. Reyndar eru erlendir miðlar þessa stundina bara að hlæja að stórkostlegri lýsingu Gumma Ben en sögurnar eru úti um allt, þvílíkar sögur.Síðasti kaflinn í sögu Eiðs Smára hefur ekki verið skrifaður. Honum var ekki skipt inn á eins og margir áttu von á. En auðvitað vissu Heimir og Lars nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Theodór Elmar og Arnór Ingvi áttu frábæra innkomu, komu inn með orku sem við þurftum á að halda og kláruðu leikinn. Reyndar virtist Birkir Bjarna vera að setja heimsmet í 100 metra hlaupi á síðasta sprettinum upp völlinn, sá sprettur!Mómentin í leiknum. Skotið hjá Jóa Berg, Hannes í „guð minn góður“ vandræðum á markteig, markið hjá Jóni Daða eftir innkastið á kollinn á Kára, vítaspyrnan í stöngina, jöfnunarmarkið stórkostlega, Kári bjargaði frá Alaba á línu, Hannes varði einn á einn með fótunum og svo markið, og flautað. Þetta var búið. Þetta gerðist, ekkert „næstum því“, við sigruðum Austurríki.Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra í gærkvöldi og gleyma stundinni á Stade de France seint, líklega aldrei.Vísir/VilhelmEftir að „Lífið er yndislegt“ hafði hljómað á Stade de France byrjaði að rigna. Veðurguðirnir rigndu gleðitárum þangað til þeir áttuðu sig á því að þessir tíu þúsund Íslendingar voru ekki komnir til útlanda til að upplifa rigningu. Snarlega stytti upp þótt áfram hafi verið blautt hjá fjölmörgum Íslendingum. Þegar við fjölmiðlamennirnir yfirgáfum hótelið klukkan 6:30 að staðartíma í morgun voru enn Íslendingar í tólfubúningum á ferli. Vildu ekki að kvöldið myndi enda, skiljanlega. What a night!Þetta hlýtur að vera alveg hundleiðinlegt segja stuðningsmenn á faraldsfæti í mikilli kaldhæðni þegar þeir stöðva okkur fjölmiðlamennina á förnum vegi. Skiljanlega. Þvílík forréttindi sem það eru að flylgja strákunum okkar eftir í þessu EM-ævintýri. Vinnan er mikil, engir átta tíma „stimpla sig inn og svo út“ dagar heldur vaknað í síðasta lagi átta og farið að sofa alltof seint. En er einhver að kvarta? Nei, ekki séns. Hugsa að enginn myndi skipta á þessu fyrir nokkuð annað. Þessi pistill er skrifaður í fjögurra tíma lestarferð sem hófst 7:49 í París og lýkur í Annecy, fjallabæ strákanna okkar. Þar hittum við landsliðsþjálfarana, væntanlega brosandi út að eyrum sem munu þó gera sitt besta til að halda kúlinu. Fagmennirnir sem þeir eru.Við tekur endurheimt hjá okkar mönnum, sem voru örmagna í leikslok í gær eftir síðari hálfleik sem virtist aldrei ætla að enda. Markið hjá Arnóri Ingva tryggi fjögurra daga hlé á milli leikdaga, nauðsynlega hvíld fyrir þreytta fætur. Og svo er það England, já England. Loksins, loksins, loksins. Draumaleikurinn síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta, og það á stórmóti. Og ekki nóg með það. Við eigum möguleika, heilmikla möguleika.Orðinn leiður á lestrinum? Sjáðu þá Austurríkismann reyna að næla sér í koss fyrir utan Moulin Rouge með vandræðalegum afleiðingum. Uppákoman er eftir 13 og hálfa mínútu. Marteinn Geirsson, slökkviliðsstjóri og fyrrverandi landsliðsmaður, ræddi við mig í gær um síðari hálfleikinn. Vissulega hefði leikur liðsins í síðari hálfleik gegn Austurríki minnt á gömlu tímana þar sem íslenskir baráttuhundar reyndu að halda núllinu eins lengi og mögulegt var. Jafntefli á útivelli var svo til alltaf sigur, jafnvel stórsigur. En hugarfarið er allt annað sagði Marteinn. Nú hafa menn trú. Orð að sönnu. Við fengum fimm stig í riðlakeppninni, erum ósigrað landslið á stórmóti í fótbolta og okkur eru allir vegir færir.Einhverjir stuðningsmenn voru farnir að velta fyrir sér, í sigurvímu og bjartsýniskasti í gærkvöldi, af hverju verðum við ekki bara Evrópumeistarar? Danir gátu það 1992 og Grikkir 2004, landslið sem enginn, bókstaflega enginn, hafði trú á að myndu fara alla leið. Enginn hafði trú á Íslandi en það er allt hægt í fótbolta. Auðvitað er allt hægt og hvernig sem fer hafa strákarnir okkar öðlast virðingu alls heimsins. Víkingarnir sem hafa trú á sjálfum sér og neita að gefast upp, sama hver andstæðingurinn er. Spyrjið bara Hollendinga, Tékka, Portúgala, Ungverja, Austurríkismenn, Tyrki og Svisslendinga. Og kannski Englendinga? Sjáum til á mánudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Miðasala á leikinn í Nice hefst í dag Öll miðasalan fer fram í gegnum heimasíðu UEFA og er jafnt fyrir Íslendinga og aðra. Fyrstir koma, fyrstir fá. 23. júní 2016 08:39 Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Miðasala á leikinn í Nice hefst í dag Öll miðasalan fer fram í gegnum heimasíðu UEFA og er jafnt fyrir Íslendinga og aðra. Fyrstir koma, fyrstir fá. 23. júní 2016 08:39
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00