Þannig forseti vil ég vera Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2016 07:00 Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun