Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði ætlar að spila gegn Austurríki í lokaleik F-riðils á morgun. Hann fór af velli um miðjan síðari hálfleik gegn Ungverjum og hefur gleymt við meiðsli. Hörkutólið lætur engan bilbug á sér finna.
„Ég er búinn að vera að vinna í líkamanum. Það kom einn sjúkraþjálfari sérstaklega með mér á blaðamannafundinn til að undirbúa mig fyrir æfinguna,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi fyrir æfingu liðsins á Stade de France.
„Ég er allur að koma til. Ég verð 100 prósent tilbúinn í fundinn á morgun.“
