Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:11 Christian Fuchs á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15
Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00