Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 09:53 Heimir Hallgrímsson á æfingu landsliðsins í dag. vísir/vilhelm Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00