Fyrsti svona EM-dagur í 58 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2016 06:00 Ásdís og Aníta keppar báðar í úrslitum í dag. vísir/afp/getty Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Tvær íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér sæti í úrslitum í sínum greinum á fimmtudaginn og keppa þær í úrslitum í dag. Það er ekki algengt að Ísland eigi marga keppendur í úrslitum á EM hvað þá að þeir keppi til úrslita á sama degi. 9. júlí 2016 er því þegar orðinn sögulegur í íslensku frjálsíþróttasögunni. Ásdís Hjálmsdóttir keppir til úrslita í spjótkasti klukkan 16.45 en Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi klukkan 19.40. Í millitíðinni keppir Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslitum í 400 metra grindarhlaupi (klukkan 18.20).Eiga heima á stóra sviðinu „Þetta sýnir bara í hvaða stöðu þær eru þessar stelpur. Íslendingar í frjálsum, eins og í fótboltanum, eiga heima á stóra sviðinu. Þær sýna það þessar stelpur,“ segir Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. En við hverju má búast í dag? „Okkar væntingar stóðu til þess að þær kæmust á þennan stað sem þær eru komnar á núna. Ásdís var tíunda inn og Aníta var fjórða inn. Auðvitað væri það sem við yrðum mjög sátt við ef þær ná þeim sætum í úrslitunum,“ segir Freyr en hann á sér daum. „Hver einasta þjóð lætur sig náttúrulega dreyma um medalíu," segir Freyr en þá þarf auðvitað allt að ganga upp. „Þetta er stór dagur fyrir frjálsar á Íslandi og góð upphitun á Ólympíuári. Það er svolítið skemmtilegt að hafa svona stórt mót mánuði fyrir leika,“ segir Freyr um tímasetninguna, en bæði Ásdís og Aníta eru á leiðinni á ÓL í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn sem Aníta keppir til úrslita á stórmóti fullorðinna en Ásdís hefur komist einu sinni áður í úrslit, en það var fyrir sex árum. Ásdís Hjálmsdóttir er að setja nýtt íslenskt met, með því að keppa á sínu fimmta Evrópumóti.Önnur veröld „Aníta hefur staðið sig vel á unglingastórmótunum en þetta er harðara þegar komið er upp í fullorðinsflokk. Þetta er önnur veröld og hún stendur sig vel í henni. Þetta var stressandi í gær (fyrradag) því tölfræðin var ekki Ásdísi í hag, að vera áttunda eftir fyrri riðil. Það var svolítið sérstakt að það voru bara tvær sem köstuðu lengra. Það var mjög gott fyrir hana að vera réttu megin núna,“ segir Freyr en Ásdís var búin að enda í þrettánda sæti á tveimur EM í röð en tólf efstu komast í úrslit. Ísland átti síðast tvo íþróttamenn í úrslitum á sama degi á EM í frjálsum fyrir 22 árum eða á EM í Helsinki 1994. Dagurinn var 13. ágúst 1994 og þá keppti Pétur Guðmundsson í tólf manna úrslitum í kúluvarpi og Martha Ernstsdóttir í 21 manns úrslitum í tíu þúsund metra hlaupi. Martha er einmitt frænka Anítu Hinriksdóttur sem keppir í dag. Pétur þurfti að vinna sér sæti í úrslitum og náði þá besta kastinu í undankeppninni en Martha var komin í úrslitahlaupið um leið og hún náði lágmarkinu á EM. Kast Péturs í undankeppninni hefði dugað á pall en hann náði sér ekki eins vel á strik í úrslitunum.23. ágúst 1958 Það þarf aftur á móti að fara aftur um 58 ár til að finna sams konar stöðu og íslenskar frjálsar eru í í dag. EM í Stokkhólmi 1958 var nefnilega síðasta Evrópumótið þar sem tveir íslenskir keppendur, sem höfðu unnið sér sæti í úrslitum í undankeppni á mótinu, kepptu til úrslita á sama degi. Sá dagur var 23. ágúst 1958 og keppendurnir voru Vilhjálmur Einarsson í þrístökki og Gunnar Huseby í kúluvarpi. Vilhjálmur Einarsson varð þrettándi í undankeppninni en stökk 108 sentímetrum lengra í úrslitum þrístökksins og tryggði sér bronsverðlaun. Gunnar Huseby hafði unnið gull í kúluvarpinu á Evrópumótunum 1946 og 1950 en hann var þarna orðinn 34 ára gamall og varð að sætta sig við 17. sætið í úrslitunum 1958. Síðan hafa 22 íslenskir frjálsíþróttamenn keppt til úrslita en enginn þeirra í sérúrslitum á sama degi. Það er því stór stund á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti