Poppstjörnur á meðal þeirra sem troða upp á Eistnaflugi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:12 Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram." Eistnaflug Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram."
Eistnaflug Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira