Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3% fylgi í nýrri könnun MMR og bætir við sig fjórum prósentustigum á milli kannana. Fylgi Pírata mælist nú 24,3% borið saman við 27% í síðustu könnun sem var gerð fyrir þremur vikum.
Fylgi Vinstri grænna mælist nú 18% en var 17,2% í síðustu könnun og 14,9% þar áður. Þá mælist fylgi Samfylkingarinnar 10,9% borið saman við 10,4% í síðustu könnun og 7,4% þar áður.
Viðreisn fer úr 6,5% í 6,7% fylgi og Framsókn er með sambærilegt fylgi eða 6,4%. Framsókn mældist með 11,4% í síðustu könnun. Björt framtíð mældist nú með 2,9% fylgi sem er hið sama og í síðustu könnun. Sturla Jónsson mældist með 2,0% fylgi borið saman við 1,2% í síðustu könnun.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,9% en var 34,8% í síðustu mælingu.
Könnunin fór fram dagana 27. júní til 4. júlí, svarfjöldi var 924 einstaklingar átján ára og eldri.
Framsókn missir helming fylgisins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

