Hin 36 ára gamla Venus Williams komst í dag í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis.
Þá lagði hún Yaroslava Shvedova frá Kasakstan í tveim settum, 7-6 og 6-3.
Hún er elsta konan til þess að komast í undanúrslit mótsins í 22 ár.
Næst bíður hennar leikur gegn hinni þýsku Angelique Kerber en Kerber skellti Simona Halep frá Rúmeníu í átta manna úrslitum.
Systir Venusar, Serena, á möguleika á því að komast í undanúrslit síðar í dag. Það er því ekki útilokað að systurnar spili til úrslita á mótinu.
Í undanúrslit í fyrsta sinn í sjö ár
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
