Þessi tölfræði svíður: England unnið öll liðin í undanúrslitum EM á síðustu 12 mánuðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 21:15 vísir/epa Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira