Þessi tölfræði svíður: England unnið öll liðin í undanúrslitum EM á síðustu 12 mánuðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 21:15 vísir/epa Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira