Segir orðræðuna á Alþingi jaðra við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 16:44 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir Alþingi ekki jafn ánægjulegan og virðulegan vinnustað og það var áður fyrr. vísir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira