Það voru tímamót hjá íslenska landsliðinu í gær því Svíinn Lars Lagerbäck var að stýra íslenska landsliðinu í síðasta skipti.
„Lars er einn venjulegasti gæi sem þú finnur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gær en hann hefur verið undir stjórn Lars í landsliðinu í fjögur ár.
„Það er hans styrkleiki að hann sýnir fólki virðingu, sýnir auðmýkt. Hann er ekki of mikið og ekki of lítið. Ég held að menn hafi ekki verið hræddir við Lars. Hann átti það til að æsa sig en ekki oft.
„Menn báru virðingu fyrir honum því hann sýndi virðingu á móti. Menn fundu að hann vildi gera allt svo strákunum liði betur.“
Sjá má umræðuna um Lars hér að ofan.
Gunnleifur: Lars er einn venjulegasti gæi sem þú finnur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn