Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 23:17 Margrét Katrín og fjölskylda á betur heppnuðu kvöldi í París en kvöldinu í kvöld. Óhætt er að segja að uppi hafi verið fótur og fit og legið við slagsmálum þegar á annað hundrað Íslendingar biðu í örvæntingu sinni eftir að fá miðana sína afhenta á landsleik Íslands og Frakklands á Stade de France í kvöld. Svo fór að fjölmargir misstu af einstökum leik í París, líklega þeim stærsta í Íslandssögunni. Margir biðu vel fram í seinni hálfleik áður en í ljós kom að miðar fengust aldrei. Margrét Katrín Guðnadóttir var ein þeirra sem fékk ekki miða fyrir sig og dætur sínar. Hún var í París í kvöld ásamt vinkonu sinni, eiginmanni hennar og tveimur börnum til viðbótar. Þau áttu að fá miðana afhenta á milli klukkan 15 og 19 en eftir mikinn eltingarleik og örvæntingu, þar sem tár féllu og lögregla þurfti að skarast í leikinn hélt hópurinn aftur upp á hótel súr í bragði.Sjá einnig:Björn Steinbekk segist vera svikinn og leitar réttar síns Margrét útskýrir að hún hafi orðið sér úti um miða á Ferðagrúppunni EM 2016 á Facebook. Þar hafi Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, boðið henni miða fyrir hana og dæturnar tvær á kostnaðarverði, af því þau vildu ekki selja börnum dýrari miða. Margrét greiddi fyrir miðana með kreditkorti og fékk þau skilaboð að miðana yrði hægt að nálgast á írska barnum O’Sullivans við Rauðu Mylluna í dag á milli klukkan 15 og 19. Um er að ræða barinn þar sem Íslendingar hittust fyrir leikinn. Hiti færðist í leikinn „Svo erum við búin að standa þarna við barinn í dágóðan tíma, erum í sambandi við Kristján og þá fáum við þau skilaboð að við eigum að sækja miðana á veitingastað við leikvanginn,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þar má segja að hiti hafi færst í leikinn. „Við erum dregin sundur og saman,“ segir Margrét en misvísandi skilaboð hafi borist. Sífellt styttist í leikinn og fjölgaði í hópnum við veitingastaðinn sem enn átti eftir að fá miða. Rétt er að hafa í huga að áttatíu þúsund manns voru á leiknum í kvöld og öryggisgæsla gríðarlega ströng. Mikilvægt var að mæta snemma á leikinn en það þjónar litlum tilgangi þegar miðinn er ekki kominn í hendurnar. Margrét segir eiginmann sinn heima á Íslandi loksins hafa náð í mann að nafni Ragnar sem átti, að sögn Kristjáns að afhenda miðana. Þegar náðist í Ragnar voru svörin takmörkuð, engin svör að fá. Kristján benti þá á að Ragnar ætti að fá miðana frá athafnamanninum Birni Steinbekk sem hefur verið mjög virkur í miðasölu á leiki Íslands á EM undanfarnar vikur. Hann hefur sömuleiðis hneykslast á því að miðakaupendur ætlist til þess að þeir fái miða á kostnaðarverði þegar löngu er orðið uppselt á leikinn. Vísir náði stuttlega tali af Birni Steinbekk, sem meðal annars heldur utan um tónlistarhátíðina Sónar, í kvöld skömmu fyrir leik en hann var þá í óðaönn að reyna að bjarga málunum og var ekki viðtals. Frá uppþotinu sem myndaðist utan við veitingastaðinn nærri Stade de France í kvöld. Lögreglan mætti á svæðið „Svo náði ég tali af Birni, sem sagði að þessi Ragnar hefði átt að fá miðana og væri ekki á staðnum,“ segir Margrét. Enn var enga miða að fá. Þarna áætlar Margrét að um 150 manns hafi verið samankomin og töluverður æsingur. „Það lá við slagsmálum,“ segir Margrét og útskýrir að fólk hafi hópast að þeim sem loksins virtust vera komnir með miða. Þau hafi séð að það þýddi ekkert að bíða í röð eftir því og héldu inn á veitingastaðinn og biðu þolinmóð. Þarna hafi verið um klukkustund í leikinn. „Þá kemur lögreglan, það verður uppþot og röðin er færð til hliðar.“ Fleiri viðmælendur Vísis í kvöld lýsa því hvernig röð hafi myndast eftir miðum. Fólk hafi fengið miða en ekki næstum því allir. Þá hafi einhverjir komið aftur til baka og sagt miðana falsaða „Það kom kona hlaupandi með miðana sína og sagði að búið væri að nota miðana, hún kæmist ekki inn á miðunum,“ segir Margrét. Sú hafi verið rauð í framan af bræði. „Þetta eru falsaðir helvítis miðar,“ öskraði konan af reiði. Aðrir grétu. Margrét segir Björn hafa hlaupið fram og til baka að reyna að bjarga einhverju en lítið hafi gengið. Útúrgrátið fólk Margrét ræddi svo við Björn sem sagði við þau að maðurinn sem væri með miðana, fyrrnefndur Ragnar, hefði orðið svo hræddur þegar fólk hópaðist að honum að hann hefði flúið með miða sem hann hefði verið með. „Þarna var fólk í alls konar geðshræringu,“ segir Margrét. Ein kona sagðist hafa varið hálfri milljón í flug og hótel en enga miða fengið. „Svo var önnur stúlka sem grét bara. Það var fullt af útúrgrátnu fólki.“ Margrét ber sig vel þrátt fyrir erfitt kvöld í París, með vinum og börnum. Þau hafi séð tvo leiki Íslands fyrr í keppninni, voru í París og minna tap fyrir þau en aðra. „Það var mun reiðara fólk þarna úti og lá við slagsmálum. Fólk var mjög súrt.“Vonandi bara í djúpu lauginni Vinafólk Margrétar og börn þeirra tvo voru búin að panta miða hjá Kristjáni og átti að afhenda þá miða í dag. Eini munurinn á þeim og Margréti og dætrunum tveimur var sá að ekki var búið að greiða fyrir miðana. Miðana átti að greiða við afhendingu. Margrét segist vona að Björn og félagar hafi einfaldlega verið komnir í djúpu laugina, og ekki vitað hvað þeir áttu að gera. „Ef svo er eru þeir búnir að leika ljótan leik.“ Kristján Atli segir í samtali við fréttastofu hafa keypt um 100 miða af Birni Steinbekk á rúmar fimm milljónir. Hann hafi útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar hafi setið eftir met sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“Veistu meira um málið? Sendu okkur póst eða myndir á ritstjorn@visir.is. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Óhætt er að segja að uppi hafi verið fótur og fit og legið við slagsmálum þegar á annað hundrað Íslendingar biðu í örvæntingu sinni eftir að fá miðana sína afhenta á landsleik Íslands og Frakklands á Stade de France í kvöld. Svo fór að fjölmargir misstu af einstökum leik í París, líklega þeim stærsta í Íslandssögunni. Margir biðu vel fram í seinni hálfleik áður en í ljós kom að miðar fengust aldrei. Margrét Katrín Guðnadóttir var ein þeirra sem fékk ekki miða fyrir sig og dætur sínar. Hún var í París í kvöld ásamt vinkonu sinni, eiginmanni hennar og tveimur börnum til viðbótar. Þau áttu að fá miðana afhenta á milli klukkan 15 og 19 en eftir mikinn eltingarleik og örvæntingu, þar sem tár féllu og lögregla þurfti að skarast í leikinn hélt hópurinn aftur upp á hótel súr í bragði.Sjá einnig:Björn Steinbekk segist vera svikinn og leitar réttar síns Margrét útskýrir að hún hafi orðið sér úti um miða á Ferðagrúppunni EM 2016 á Facebook. Þar hafi Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, boðið henni miða fyrir hana og dæturnar tvær á kostnaðarverði, af því þau vildu ekki selja börnum dýrari miða. Margrét greiddi fyrir miðana með kreditkorti og fékk þau skilaboð að miðana yrði hægt að nálgast á írska barnum O’Sullivans við Rauðu Mylluna í dag á milli klukkan 15 og 19. Um er að ræða barinn þar sem Íslendingar hittust fyrir leikinn. Hiti færðist í leikinn „Svo erum við búin að standa þarna við barinn í dágóðan tíma, erum í sambandi við Kristján og þá fáum við þau skilaboð að við eigum að sækja miðana á veitingastað við leikvanginn,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þar má segja að hiti hafi færst í leikinn. „Við erum dregin sundur og saman,“ segir Margrét en misvísandi skilaboð hafi borist. Sífellt styttist í leikinn og fjölgaði í hópnum við veitingastaðinn sem enn átti eftir að fá miða. Rétt er að hafa í huga að áttatíu þúsund manns voru á leiknum í kvöld og öryggisgæsla gríðarlega ströng. Mikilvægt var að mæta snemma á leikinn en það þjónar litlum tilgangi þegar miðinn er ekki kominn í hendurnar. Margrét segir eiginmann sinn heima á Íslandi loksins hafa náð í mann að nafni Ragnar sem átti, að sögn Kristjáns að afhenda miðana. Þegar náðist í Ragnar voru svörin takmörkuð, engin svör að fá. Kristján benti þá á að Ragnar ætti að fá miðana frá athafnamanninum Birni Steinbekk sem hefur verið mjög virkur í miðasölu á leiki Íslands á EM undanfarnar vikur. Hann hefur sömuleiðis hneykslast á því að miðakaupendur ætlist til þess að þeir fái miða á kostnaðarverði þegar löngu er orðið uppselt á leikinn. Vísir náði stuttlega tali af Birni Steinbekk, sem meðal annars heldur utan um tónlistarhátíðina Sónar, í kvöld skömmu fyrir leik en hann var þá í óðaönn að reyna að bjarga málunum og var ekki viðtals. Frá uppþotinu sem myndaðist utan við veitingastaðinn nærri Stade de France í kvöld. Lögreglan mætti á svæðið „Svo náði ég tali af Birni, sem sagði að þessi Ragnar hefði átt að fá miðana og væri ekki á staðnum,“ segir Margrét. Enn var enga miða að fá. Þarna áætlar Margrét að um 150 manns hafi verið samankomin og töluverður æsingur. „Það lá við slagsmálum,“ segir Margrét og útskýrir að fólk hafi hópast að þeim sem loksins virtust vera komnir með miða. Þau hafi séð að það þýddi ekkert að bíða í röð eftir því og héldu inn á veitingastaðinn og biðu þolinmóð. Þarna hafi verið um klukkustund í leikinn. „Þá kemur lögreglan, það verður uppþot og röðin er færð til hliðar.“ Fleiri viðmælendur Vísis í kvöld lýsa því hvernig röð hafi myndast eftir miðum. Fólk hafi fengið miða en ekki næstum því allir. Þá hafi einhverjir komið aftur til baka og sagt miðana falsaða „Það kom kona hlaupandi með miðana sína og sagði að búið væri að nota miðana, hún kæmist ekki inn á miðunum,“ segir Margrét. Sú hafi verið rauð í framan af bræði. „Þetta eru falsaðir helvítis miðar,“ öskraði konan af reiði. Aðrir grétu. Margrét segir Björn hafa hlaupið fram og til baka að reyna að bjarga einhverju en lítið hafi gengið. Útúrgrátið fólk Margrét ræddi svo við Björn sem sagði við þau að maðurinn sem væri með miðana, fyrrnefndur Ragnar, hefði orðið svo hræddur þegar fólk hópaðist að honum að hann hefði flúið með miða sem hann hefði verið með. „Þarna var fólk í alls konar geðshræringu,“ segir Margrét. Ein kona sagðist hafa varið hálfri milljón í flug og hótel en enga miða fengið. „Svo var önnur stúlka sem grét bara. Það var fullt af útúrgrátnu fólki.“ Margrét ber sig vel þrátt fyrir erfitt kvöld í París, með vinum og börnum. Þau hafi séð tvo leiki Íslands fyrr í keppninni, voru í París og minna tap fyrir þau en aðra. „Það var mun reiðara fólk þarna úti og lá við slagsmálum. Fólk var mjög súrt.“Vonandi bara í djúpu lauginni Vinafólk Margrétar og börn þeirra tvo voru búin að panta miða hjá Kristjáni og átti að afhenda þá miða í dag. Eini munurinn á þeim og Margréti og dætrunum tveimur var sá að ekki var búið að greiða fyrir miðana. Miðana átti að greiða við afhendingu. Margrét segist vona að Björn og félagar hafi einfaldlega verið komnir í djúpu laugina, og ekki vitað hvað þeir áttu að gera. „Ef svo er eru þeir búnir að leika ljótan leik.“ Kristján Atli segir í samtali við fréttastofu hafa keypt um 100 miða af Birni Steinbekk á rúmar fimm milljónir. Hann hafi útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar hafi setið eftir met sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“Veistu meira um málið? Sendu okkur póst eða myndir á ritstjorn@visir.is.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31