Mikill viðbúnaður lögreglunnar í Frakklandi og hersins er á og við Stade de France þar sem strákarnir okkar mæta gestgjöfunum í átta liða úrslitum EM 2016 í fótbolta klukkan 21.00 að staðartíma.
Bifreiðin var skilin eftir ómönnuð og var því tekin sú ákvörðun að sprengja hana.
Öryggisgæslan á vellinum er gríðarleg en á svipuðum tíma og bíllinn var sprengdur fór fram sprengjuleit á vellinum sjálfum þar sem leitað var í hverju einasta sæti á þessum 80.000 manna velli.
Hér að neðan má sjá myndband af fólki á leið á völlinn sem heyra spenginguna í fjarska.
Explosion contrôle par la police à côté du Stade de France pour une voiture suspecte garée à proximité #fra #isl pic.twitter.com/EljFfxU1rG
— Simone Rovera (@SimoneRovera) July 3, 2016
Controlled explosion near the Stade de France 5.32pm Paris time. Loud enough to sound like an uncontrolled one.
— Paul Hayward (@_PaulHayward) July 3, 2016