Fótbolti

Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason þakkar áhorfendum fyrir eftir leikinn gegn Englandi.
Birkir Bjarnason þakkar áhorfendum fyrir eftir leikinn gegn Englandi. Vísir/Vilhelm
Patrice Evra hefur talað af virðingu um íslenska landsliðið fyrir leik þess gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM en leikurinn fer fram á Stade de France í kvöld.

Í viðtali við heimasíðu UEFA segir Evra að hann hafi kynnst mörgum leikmönnum íslenska liðsins þegar hann lék með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda Gylfa Þór Sigurðsson.

„Svo heillaði leikmaður númer 8 [Birkir] Bjarnason mig gjörsamlega með frammistöðu sinni gegn Englandi þar sem hann tapaði aldrei boltanum,“ sagði Evra.

Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands

„Árangur Íslands kemur ekki lengur á óvart að mínu mati. Ísland á skilið að vera á þeim stað sem liðið er á.“

Evra segir að hann hafi ótal sinnum komist í 8-liða úrslit á mótum með félagsliðum sínum en aldrei með franska landsliðinu.

„Þetta er því afar mikilvægt og ég vona að við komumst áfram í undanúrslitin. En Ísland verður afar erfiður andstæðingur.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Birkir: Getum unnið hvaða lið sem er

Birkir Bjarnason, miðjumaður Íslands, segir stoltur að vera hluti af mögnuðu íslensku landsliði sem er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×