Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Ásgeir Erlendsson skrifar 2. júlí 2016 20:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56