Það verður stuð í París um helgina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:08 vísir/getty Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira