Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti 2. júlí 2016 21:45 Özil fagnar marki sínu. vísir/epa Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli strax á fimmtándu mínútu þegar Samir Khedira þurfti að fara af velli vegna meiðsla í nára, en Bastian Schweinsteiger kom inn í hans stað. Schweinsteiger var í eldlínunni stuttu síðar, en þá skoraði hann mark sem dómarinn Viktor Kassai, frá Ungverjalandi, dæmdi af vegna brots Schweinsteiger á varnarmanni Ítala. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þjóðverjar komust yfir á 65. mínútu þegar Mesut Özil kom þeim yfir. Mario Gómez gaf þá frábæra sendingu inn á Jonas Hector sem lagði boltann á Özil sem lagði boltann í hornið. Þrettán mínútum síðar fengu Ítalir víti. Jerome Boateng fékk þá boltann í höndina. Glórulaust hjá Boateng og Leonardo Bonucci brást ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma urðu 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Sjö víti fóru forgörðum, en níu umferðir þurfti til að knýja fram sigurinn. Manuel Neuer varði frá Darmian, en Jonas Hector tryggði Þjóðverjum svo sigurinn. Þýskaland mætir því annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum, en liðin mætast á Stade De France á morgun. Hitað verður vel upp fyrir leikinn á Vísi á morgun.Vítaspyrnukeppnin: 1-2 Lorenzo Insigne scorer 2-2 Toni Kroos skorar 2-2 Simone Zaza skýtur yfir 2-2 Gianluigi Buffon ver frá Thomas Müller 2-3 Andrea Barzagli skorar 2-3 Mesut Özil skýtur í stöngina 2-3 Graziano Pelle skýtur framhjá 3-3 Julian Draxler skorar 3-3 Manuel Neuer ver frá Leonardo Bonucci 3-3 Bastian Schweinsteiger skýtur yfir 3-4 Emmanuele Giaccherini skorar 4-4 Mats Hummels skorar 4-5 Marco Parolo skorar 5-5 Joshua Kimmich skorar 5-6 Mattia De Sciglio skorar 6-6 Jerome Boateng sorar 6-6 Manuel Neuer ver fra Matteo Damian 6-7 Jonas Hector skorar
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira