Evrópa er skotmark Ívar Halldórsson skrifar 17. júlí 2016 11:43 Evrópa er í sigti hryðjuverkamanna. Það er engin hending að tugir manna urðu fórnarlömb hryðjuverkaárásar á þjóðhátíðardegi Frakka. Þetta var skipulögð árás og árásarmaðurinn talin hafa verið undir áhrifum íslamskra öfgamanna eins og kom nýlega fram í frétt á mbl.is. Sjálfur Frakklandsforseti virðist vera viss um það ef marka má frásagnir íslenskra og erlendra fjölmiðla í kjölfar árásarinnar. Þennan fyrri hluta júlímánaðar hafa a.m.k. 740 manns látist vegna hryðjuverka á heimsvísu undir fána Íslam. Í þessum nærri 70 skráðu hryðjuverkaárásum hafa hundruð særst í þokkabót. Nú í Nice bættust um 90 saklaus fórnarlömb við. Talan hækkar og hækkar á meðan nýja skotmarkið Evrópa hræðist að horfast í augu við hættu sem hefur aldrei verið raunverulegri en nú. Franska lögreglan var á viðbúnaðarstigi á meðan EM-keppnin stóð yfir. Hún veit vel að oft stafar ógn af róttækum múslimum, og ekki síst þegar mikill fjöldi safnast saman til að gleðjast, dansa og drekka. Frakkar hafa nefnilega þurft að læra af slæmri reynslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa orðið hryðjuverkum að bráð. Hryðjuverkum fer fjölgandi í Evrópu um þessar mundir og ekki er lengur rökrétt að kenna einhverjum illa elskuðum ofbeldistölvuleikjaáhugamönnum og einmana þunglyndissjúklingum um slík voðaverk. Það var hugsanleg orsök áður - en ekki nú. Eins og staðan er í dag vitum við líklega flest meira en við þorum að vita. Við segjum kannski einnig færra en við ættum að segja og gagnrýnum minna en við ættum að gera. Við viljum auðvitað ekki særa neinn, og er það gott svo langt sem það nær. En hvenær breytist manngæska okkar í meðvirkni? Flestar hryðjuverkaárásir í dag hafa sama samnefnara: Íslam í sinni róttækustu mynd. Þeir sem lýst hafa yfir ábyrgð á mannskæðum árásunum eru róttækir múslimar og herma að voðaverk sín séu réttlætanleg í ljósi róttækra trúarkenninga Íslam. Það er löngu orðið ljóst að múslimar víða í Evrópu eru hvattir til vondra verka af trúarleiðtogum sínum,sem ganga of langt í kennslu og útfærslu á íslömskum ritum. Við ættum að heiðra minningu fórnarlamba voðaverkanna, og ráðast með öllum ráðum að rót þeirrar illsku sem nú síðast varð þessu saklausa fólki að bana í Nice. Til þess að finna rótina og uppræta hana þurfum við að setja upp önnur gleraugu en setið hafa á nefum okkar síðustu misserin. Við þurfum að hafa gott gler fyrir gagnrýnin augu og með öllum ráðum fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Það er ljóst að við slökkvum ekki logandi eld með því að blása á reykinn. Við þurfum að finna upptök eldsins; finna það sem nærir hann, til að ráða niðurlögum hans. Ef það er í raun öfgatrú sem kyndir bálið, eins og vísbendingar gefa vissulega til kynna, þarf að bregðast við á skjótan og markvissan hátt. Opinberir stuðningsmenn hins róttæka Íslam varpa svörtum skugga á friðsama múslima víða með hryðjuverkum sínum. Við gerum góðhjörtuðum múslimum engan greiða með því að leiða hjá okkur það hatur sem yfirlýstir öfgamenn íslam lesa út úr trúarritum sínum - þeim boðskapi sem knýr þá af krafti til vondra verka. Nú er vitað með vissu að í fjölda evrópskra moska er múslimum kennt að hata, og jafnvel vinna þeim sem ekki fylgja kenningum spámannsins mein. Faldar myndavélar og viðtöl við ímama og innanbúðarmenn evrópskra moska hafa staðfest þetta í viðtölum sem sýnd hafa verið í evrópskum fjölmiðlum. Róttækir múslimar hafa einnig lagt undir sig fjölda hverfa í evrópskum borgum og veigrar lögregla sér víða við að fara inn í þau með arm laganna, vegna þeirrar hættu sem venjulegri löggæslu kann að fylgja. Þeir múslimar sem hafa setið undir trúarlegri haturskennslu eru hættulegir umhverfi sínu. Við þurfum að gagnrýna allt sem steytir sig gegn frelsi okkar, öryggi og friði í Evrópu og þ.m.t. okkar landi - hvort sem um öfga innan trúarhópa, mótorhjólaklúbba eða skipulagðra hreyfinga er að ræða. Við höfum enn þann kost að geta lært af slæmri reynslu evrópskra nágranna okkar. Við getum byrgt brunninn okkar áður en barnið dettur ofan í hann. Öfgar eiga ekki heima í okkar landi. Við þurfum nú sem aldrei fyrr að vera á varðbergi til þess að ógæfa sú sem fjöldi Evrópuþjóða hefur orðið fyrir rati ekki á okkar mið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Evrópa er í sigti hryðjuverkamanna. Það er engin hending að tugir manna urðu fórnarlömb hryðjuverkaárásar á þjóðhátíðardegi Frakka. Þetta var skipulögð árás og árásarmaðurinn talin hafa verið undir áhrifum íslamskra öfgamanna eins og kom nýlega fram í frétt á mbl.is. Sjálfur Frakklandsforseti virðist vera viss um það ef marka má frásagnir íslenskra og erlendra fjölmiðla í kjölfar árásarinnar. Þennan fyrri hluta júlímánaðar hafa a.m.k. 740 manns látist vegna hryðjuverka á heimsvísu undir fána Íslam. Í þessum nærri 70 skráðu hryðjuverkaárásum hafa hundruð særst í þokkabót. Nú í Nice bættust um 90 saklaus fórnarlömb við. Talan hækkar og hækkar á meðan nýja skotmarkið Evrópa hræðist að horfast í augu við hættu sem hefur aldrei verið raunverulegri en nú. Franska lögreglan var á viðbúnaðarstigi á meðan EM-keppnin stóð yfir. Hún veit vel að oft stafar ógn af róttækum múslimum, og ekki síst þegar mikill fjöldi safnast saman til að gleðjast, dansa og drekka. Frakkar hafa nefnilega þurft að læra af slæmri reynslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa orðið hryðjuverkum að bráð. Hryðjuverkum fer fjölgandi í Evrópu um þessar mundir og ekki er lengur rökrétt að kenna einhverjum illa elskuðum ofbeldistölvuleikjaáhugamönnum og einmana þunglyndissjúklingum um slík voðaverk. Það var hugsanleg orsök áður - en ekki nú. Eins og staðan er í dag vitum við líklega flest meira en við þorum að vita. Við segjum kannski einnig færra en við ættum að segja og gagnrýnum minna en við ættum að gera. Við viljum auðvitað ekki særa neinn, og er það gott svo langt sem það nær. En hvenær breytist manngæska okkar í meðvirkni? Flestar hryðjuverkaárásir í dag hafa sama samnefnara: Íslam í sinni róttækustu mynd. Þeir sem lýst hafa yfir ábyrgð á mannskæðum árásunum eru róttækir múslimar og herma að voðaverk sín séu réttlætanleg í ljósi róttækra trúarkenninga Íslam. Það er löngu orðið ljóst að múslimar víða í Evrópu eru hvattir til vondra verka af trúarleiðtogum sínum,sem ganga of langt í kennslu og útfærslu á íslömskum ritum. Við ættum að heiðra minningu fórnarlamba voðaverkanna, og ráðast með öllum ráðum að rót þeirrar illsku sem nú síðast varð þessu saklausa fólki að bana í Nice. Til þess að finna rótina og uppræta hana þurfum við að setja upp önnur gleraugu en setið hafa á nefum okkar síðustu misserin. Við þurfum að hafa gott gler fyrir gagnrýnin augu og með öllum ráðum fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Það er ljóst að við slökkvum ekki logandi eld með því að blása á reykinn. Við þurfum að finna upptök eldsins; finna það sem nærir hann, til að ráða niðurlögum hans. Ef það er í raun öfgatrú sem kyndir bálið, eins og vísbendingar gefa vissulega til kynna, þarf að bregðast við á skjótan og markvissan hátt. Opinberir stuðningsmenn hins róttæka Íslam varpa svörtum skugga á friðsama múslima víða með hryðjuverkum sínum. Við gerum góðhjörtuðum múslimum engan greiða með því að leiða hjá okkur það hatur sem yfirlýstir öfgamenn íslam lesa út úr trúarritum sínum - þeim boðskapi sem knýr þá af krafti til vondra verka. Nú er vitað með vissu að í fjölda evrópskra moska er múslimum kennt að hata, og jafnvel vinna þeim sem ekki fylgja kenningum spámannsins mein. Faldar myndavélar og viðtöl við ímama og innanbúðarmenn evrópskra moska hafa staðfest þetta í viðtölum sem sýnd hafa verið í evrópskum fjölmiðlum. Róttækir múslimar hafa einnig lagt undir sig fjölda hverfa í evrópskum borgum og veigrar lögregla sér víða við að fara inn í þau með arm laganna, vegna þeirrar hættu sem venjulegri löggæslu kann að fylgja. Þeir múslimar sem hafa setið undir trúarlegri haturskennslu eru hættulegir umhverfi sínu. Við þurfum að gagnrýna allt sem steytir sig gegn frelsi okkar, öryggi og friði í Evrópu og þ.m.t. okkar landi - hvort sem um öfga innan trúarhópa, mótorhjólaklúbba eða skipulagðra hreyfinga er að ræða. Við höfum enn þann kost að geta lært af slæmri reynslu evrópskra nágranna okkar. Við getum byrgt brunninn okkar áður en barnið dettur ofan í hann. Öfgar eiga ekki heima í okkar landi. Við þurfum nú sem aldrei fyrr að vera á varðbergi til þess að ógæfa sú sem fjöldi Evrópuþjóða hefur orðið fyrir rati ekki á okkar mið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun