Ferðamenn með minna á milli handanna nú Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir. vísir/eyþór Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“ Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jónssonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endurgreiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferðamanna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gisting, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmdastjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkjamenn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur aukist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir aukinn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“Ferðamenn eyða mismiklu hér á landi.Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, útivistarfatnaður og íslenskt handverk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undanförnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir og það stuðlar að einsleitninni.“
Brexit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira