
Kínverska gengissigið
Þannig er það mjög greinilegt að PBoC bindur nú ekki gengi renminbis við bandaríska dollarann og hann heldur ekki einu sinni gjaldmiðlinum stöðugum gagnvart myntkörfu eins og sumir höfðu getið sér til að yrði nýja stefnan fyrir ekki svo löngu.
Ef við lítum á nafnvirði vegins meðalgengis renminbis gagnvart myntkörfunni sjáum við að kínverski gjaldmiðillinn hefur veikst um 5-6% síðan í október á síðasta ári. Það virðist kannski ekki mikið en ef gengissigið heldur áfram með sama hraða jafngildir það árlegu gengissigi kínverska gjaldmiðilsins um meira en 10% og þessa stundina eru engin merki um að PBoC ætli að hægja á gengissiginu. Reyndar lítur út fyrir að hraði gengissigsins hafi aukist nokkuð á síðustu vikum.
Það ætti að vegsama renminbi
Sumir kynnu að halda því fram að Kínverjar séu nú í hættulegu „gjaldmiðlastríði“ og að það séu engir sigurvegarar í keppni um að veikja gjaldmiðla. En þeir líta fram hjá mikilvægu atriði – að Kína þarf lausbeislaðri peningamálastefnu til að tryggja að niðursveiflan í kínverska hagkerfinu breytist ekki í algera efnahagslægð.
Þannig er gengislækkun renminbis aðeins afleiðing þess að kínverski seðlabankinn er að losa um peningamálastefnuna og er sem slík jákvæð fyrir öll hagkerfi heimsins, sem myndu skaðast verulega ef kínverska hagkerfið – það næststærsta í heimi – félli niður í efnahagslægð.
Í verðhjöðnunarheimi ættum við að taka „gjaldmiðlastríðum“ fagnandi – í þeim skilningi að heimskeppni í að prenta peninga er einmitt það sem þarf til að halda aftur af verðhjöðnunarþrýstingi. Heimurinn í dag líkist fjórða áratugnum meira en þeim áttunda. Vandamálið á heimsvísu er ekki of mikil verðbólga heldur of mikil verðhjöðnun.
Auk þess ættu menn að athuga að PBoC er að reyna að vega upp á móti áhrifum hertari peningamarkaðsskilyrða í Bandaríkjunum á kínverska hagkerfið. Þannig er það sennilega ekki tilviljun að eftir á að hyggja virðist PBoC hafa hafið gengissigsstefnu sína um sama leyti og seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í október í fyrra að hann ætlaði að hækka stýrivexti nokkrum sinnum á árinu 2016.
Hnattræna hagkerfið hefur hægt verulega á sér síðasta árið og á meðan áhyggjur af hagkerfi Bretlands og evrusvæðisins fara vaxandi er það rétt af PBoC að halda áfram að leyfa renminbi að veikjast. Reyndar gæti hraðara gengisfall renminbis átt rétt á sér og það gæti komið til þess fyrr en seinna.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar