Hlynur: Þjálfarinn fékk borgað þegar leikmennirnir voru þremur mánuðum á eftir í launum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 13. júlí 2016 11:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, er í leit að nýju liði eftir að Sundsvall Dragons, liðið sem hann spilaði með síðustu fimm árin, fór á hausinn og það með látum í vetur. Hlynur gerði fimm ára samning við Drekana eftir Evrópumótið í körfubolta síðasta sumar og var ætlað langtíma hlutverk hjá félaginu. Hann náði einum vetri áður en fjárhagsóreiðan varð ævintýraleg Sundsvall og það lognaðist út af. „Þessi síðasti samningur minn fór alveg með þá og þeir fóru á hausinn,“ sagði Hlynur léttum tóni í viðtali í Akraborginni á X977 í gær en þar fór landsliðsfyrirliðinn ítarlega yfir fjármálin hjá Sundsvall og hvernig þetta kom við hann og aðra leikmenn liðsins. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það var aldrei neitt borgað á réttum tíma og alltaf allt borgað á síðustu stundu. Allar greiðslur fóru í gegnum innheimtu áður en þeir borguðu þannig maður vissi hvað var í gangi þegar hver einn og einasti reikningur fór í innheimtu.“ „Það var alltaf sagt að maður fengi peningana á endanum og það stóðst þar til þetta hrundi. Að því leytinu til var þetta í lagi þar til þetta hrundi en þá varð maður stressaður og þá urðu hlutirnir ömurlegir. Í vetur fann maður að þetta gæti farið virkilega illa,“ sagði Hlynur.Rekið mjög illa Hlynur varð meistari með Drekunum á fyrsta ári 2011 en liðið var eitt það besta í Svíþjóð lengi vel. Eftir því sem fjárhagsvandræðin urðu meiri fækkaði í starfsliðinu og stjórninni og reksturinn varð erfiðari. „Þetta var ansi flott um tíma og rekið eins og alvöru félag en undir lokin voru þetta bara tveir menn sem réðu ekki neitt við neitt og ráku þetta mjög illa,“ sagði Hlynur en er grunur á að ólöglegir hlutir hafi verið í gangi í fjármálunum? „Það er grunur á því og lögreglurannsókn er í gangi út af þessu öllu saman. Ég hef ekki hugmynd um það sjálfur en mér er sagt að svo gæti farið að einhver þurfi að svara til saka fyrir þetta. Það kæmi mér ekki á óvart því sérstaklega í seinni tíð vissi maður að það var ekki allt eins og það ætti að vera.“ „Veturinn var erfiður því það var meira drama. Þjálfarinn fór í blöðin og hótaði að mæta ekki í leik nema hann fengi borgað. Við vissum ekkert hvort það yrði þjálfari en svo mætir hann og þá vissum við að hann hefði fengið borgað. Hann sagði okkur að hann hefði fengið sitt greitt en á sama tíma voru flestir leikmenn þremur mánuðum á eftir í launum,“ sagði Hlynur Bæringsson. Allt viðtalið við Hlyn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira