Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 11:22 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Mynd/Frjálsíþróttasamband Ísland Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira