Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 11:22 Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Mynd/Frjálsíþróttasamband Ísland Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Frjálsíþróttasamband Ísland staðfesti það í fréttatilkynningu að þrír frjálsíþróttamenn séu á leiðinni á Ólympíuleikana. Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí og fleiri íþróttamönnum tókst ekki að ná tilskyldum lágmörkum. Aðeins Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir 800 metra hlaupari úr ÍR náðu báðar lágmörkum á leikanna en stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands mátti bæta einum keppenda við án lágmarka. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi Frjálsíþróttasambands Íslands í gær var einnig staðfest að í fylgdarliði þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verða þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Guðni Valur Guðnason er aðeins tvítugur og algjör framtíðarmaður. Hann stóð sig mjög vel á sínu fyrsta stórmóti á dögunum þegar hann kastaði 61,20 metra og varð í 22. sæti á EM í Amsterdam. Guðni Valur stóð sig mjög vel á stóra sviðinu með því að ná sínu lengsta kasti á árinu og það verður því spennandi að fylgjast með honum í Ríó. Þetta kast hans á EM er líka það lengsta hjá íslenskum kringlukastara á stórmóti, það er á HM, EM eða ÓL. Ásdís Hjálmsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason eru nú í hópi átta íslenskra íþróttamanna sem haga tryggt sér farseðilinn til Ríó en það hafa einnig gert fimleikakonan Irina Sazonova, júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson og sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira