Hestaferðafyrirtæki bótaskylt vegna falls konu af baki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2016 23:30 Myndin sýnir ferðamenn í hestaferð. Hvorki hrossin né fólkið á myndinni tengist fréttinni beinum hætti. vísir/andri marinó Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira