Arnar: Kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gult Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2016 21:45 Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks vísir/anton Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá eru dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Kannski hefði hann spjaldað ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn