Tvöföldun Reykjanesbrautar tekur fimm til sex ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 21:45 Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn. Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Við segjum hingað og ekki lengra. Þetta segir talsmaður átaks um tvöföldun Reykjanesbrautar en tæplega 15 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í átakinu á Facebook á tæpum tveimur sólarhringum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ráðast þurfi í framkvæmdina án tafar. Vegamálastjóri segir að hægt sé að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimm til sex árum. Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Daginn eftir var stofnaður hópur á Facebook undir yfirskriftinni „Stopp hingað og ekki lengra“ en á um tveimur sólahringum hafa tæplega 15 þúsund manns skráð sig í hópinn.Við viljum þetta ekki „Ég get ímyndað mér að kröfurnar verði í fyrsta lagi að og til að byrja með að fara í bráðabirgðaaðgerðir. Aðgerðir sem kosta ekki mikla peninga en auka umferðaröryggi. En svo ætti væntanlega stærsta krafan og lokamarkmiðið að vera tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að flugstöð Leifs Eiríkssonar,” segir Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður hópsins. Ísak vísar til þess að eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegakafla. Á þeim köflum sem eru einbreiðir hafa hins vegar orðið tvö banaslys á síðastliðnu ári. Það sé ólíðandi að bjóða ekki upp á sama umferðaröryggi alls staðar á Reykjanesbrautinni. Krafa samfélagsins á suðurnesjum sé skýr – hraða þurfi framkvæmdum til að koma í veg fyrir fleiri alvarleg umferðarslys. „Hver einasta fjölskylda á suðurnesjum hefur upplifað það á eigin beini, eigin skinni, að einhver þeim tengdur hefur orðið fyrir barðinu á mjög alvarlegu umferðarslysi. Og við segjum – við viljum þetta ekki. Við segjum hingað og ekki lengra. Stopp, ekki meira,” segir Ísak.Þingmaður vill tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðurkjördæmi, segir að þjóðin þurfi að sameinast um að forgangsraða fjármunum í að byggja öruggari samgöngur. Ráðast þurfi í tvöföldun Reykjanesbrautar án tafar. „Þetta er einn fjölfarnasti vegur landsins, plús það, hvað er að gerast þarna í kring. Fjölbreytt uppbygging. Bæði koma allir ferðamenn sem koma til og frá landinu þarna um,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ferðaþjónusta á svæðinu að aukast, mikil uppbygging fyrirhuguð í stóriðju og miklir fiskflutningar. Allt kalli þetta á aukna umferð um Reykjanesbraut. Hann voni að þessi umræða um samgöngumál sé komin til að vera. „Og samgöngumálin sem að öll gögn sýna, öll gögn sýna það að er stærsta velferðarmál þjóðarinnar, að nú verði þau sett í forgrunn og fá sömu athygli eins og til að mynda heilbrigðismálin, sem ég tel bara lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina,” segir Vilhjálmur.Tekur fimm til sex á Á Reykjanesbraut er í dag tvöfaldur vegur frá Straumsvík og að Njarðvík. Sitt hvoru megin við þennan tvöfalda veg er hins vegar einbreiður vegur. Annars vegar hafnarfjarðarmegin en fyrsti hluti tvöföldunar þessa kafla er á samgönguáætlun en hraði framkvæmda fer eftir hversu mikið fjármagn er veitt í þær. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að sá kafli sem er nær Hafnarfirði hafi hingað verið í forgangi. Umferð hafi hingað til verið meiri þar og sé að hluta innan þéttbýlisumferðar í Hafnarfirði. „Hins vegar hefur þessi gífurlega aukning ferðamanna mikil áhrif á hinn endann nær flugstöðinni. Umferðin margfaldast á tiltölulega stuttum tíma. Þannig að það þarf að endurskoða hreinlega hvenær þarf að ráðast í framkvæmdir þar,“ segir Hreinn.En hvenær er von á að öll Reykjanesbrautin verði orðin tvöföld? „Það tekur nú, ef það er ekki skortur á fjármagni, þá er þetta verk upp á fimm til sex ár í framkvæmdum að klára þetta allt. En það er alfarið háð því hvaða fjármagn verður veitt til þessara framkvæmda,“ segir Hreinn.
Ferðamennska á Íslandi X16 Suður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira