Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júlí 2016 18:37 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Sjá meira
Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51