Sport

Kolbeinn og Arna komu fyrst í mark í 200 metra hlaupinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir,
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Vísir/Stefán
FH-ingarnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvö hundruð metra hlaupi á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefur farið fram á Þórsvellinum á Akureyri um helgina.

Kolbeinn Höður kom mark á 21,48 sekúndum  en Kormákur Ari Hafliðason, FH, varð annað á 22,58 sekúndum og Guðmundur Thoroddsen er Aftureldingu varð þriðji á 22,59 sekúndum.

Arna Stefanía vann sín fjórðu gullverðlaun í dag þegar hún kom í mark á tímanum 24,21 sekúndu en Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir, ÍR, varð önnur á 24,44 sekúndum og í þriðja sæti hafnaði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, einnig úr ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×