Bætti 28 ára gamalt heimsmet í kvöld en fær ekki að keppa á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 22:34 Keni Harrison. Vísir/Getty Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Keni Harrison frá Bandaríkjunum setti nýtt heimsmet í 100 metra grindarhlaupi kvenna í kvöld á afmælismóti í frjálsum íþróttum í London, svokölluðu London Anniversary Games. Keni Harrison kom í mark á 12,20 sekúndum og bætti metið sem sem hin búlgarska Yordanka Donkova var búin að eiga frá árinu 1988. Yordanka Donkova hljóp þá á 12,21 sekúndu. Keni Harrison átti besta tíma ársins en hún klúðraði algjörlega úrtökumótinu fyrir bandaríska Ólympíuliðið á dögunum. Keni Harrison náði bara sjötta sæti á úrtökumótinu og fær því ekki að keppa á ÓL í Ríó í næsta mánuði. „Eftir að ég komst ekki í Ólympíuliðið þá vildi ég sýna og sanna hvað ég hefði getað gert á leikunum," sagði Keni Harrison við BBC Sport eftir hlaupið. „Það er erfiðast að komast í bandaríska liðið. Okkar land gefur aðeins þeim þremur efstu í úrtökumótinu sæti í liðinu og ég náði ekki að vera ein þeirra. Pressan fór með mig á þeim degi og ég vildi óska þess að fá tækifæri til að hlaupa það hlaup aftur," sagði Keni Harrison. Keni Harrison á sex af sjö fljótustu tímum ársins og tvo af fjórum bestu tímum allra tíma. Það er því ótrúlegt að hún fái ekki að vera með en það er harður heimur þegar þú ert að reyna að komast í bandaríska Ólympíuliðið. Keni Harrison verður ekki eini háklassa grindarhlauparinn sem missir af leikunum í Ríó því ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, Sally Pearson, tognaði aftan í læri í síðasta mánuði og missir af leikunum líka.Keni Harrison.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira