Strákarnir unnu Pólverja og tryggðu sér sigur í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 17:37 Íslenska 20 ára liðið. Mynd/FIBAEurope Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Íslenska tuttugu ára liðið í körfubolta heldur áfram að gera það gott á EM í Grikklandi en strákarnir unnu 62-60 sigur á Pólverjum í kvöld. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð en áður hafði liðið unnið Rússa og Eista. Íslensku strákarnir tryggðu sér efsta sætið í sínum riðli og sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Íslenska liðið mætir Georgíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn kemur en þá eru strákarnir aðeins tveimur sigurleikjum frá úrslitaleiknum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Póllandi og Haukamaðurinn Kári Jónsson bætti við 13 stigum og 5 stoðsendingum. Miðherjinn að norðan, Tryggvi Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst og Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði 8 stig og tók 10 fráköst. Finnur Freyr Stefánsson og strákarnir hans töpuðu fyrsta leiknum sínum en hafa síðan haft betur í þremur miklum spennuleikjum. Þar hafa þeir ekki aðeins sýnt að þeir eru góðir í körfubolta heldur einnig að þeir eru með sterkar taugar á úrslitastundu. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, komst í 8-4, 13-6 og var síðan 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pólverjar jöfnuðu metin í öðrum leikhluta en Viðar Ágústsson sá til þess að Ísland var yfir í hálfleik, 30-29, með því að setja niður þriggja stiga körfu. Íslenska liðið náði mest sex stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Pólverjar átti góðan endakafla í honum og leiddu, 45-44, fyrir lokaleikhlutann. Íslensku strákarnir skoruðu fjögur fyrstu stig fjórða leikhlutans og voru síðan skrefinu á undan næstu mínúturnar. Lokamínúturnar voru hinsvegar æsispennandi þar sem liði skiptust á því að taka forystuna. Pólverjar voru 59-58 yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en tveggja stiga karfa frá Jóni Axel og tvö vítaskot frá Hjálmari Stefánssyni komu íslenska liðinu í 62-59. Pólverjar minnkuðu muninn í tvö stig með því að setja niður eitt víti þegar fimm sekúndur voru eftir og reyndu síðan að klikka á hinu. Hjálmar Stefánsson náði hinsvegar varnarfrákastinu og sigurinn var Íslands.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik