Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur Lúthersdóttir skoðar tímann sinn eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira