Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 09:45 Frá æfingu fyrir setningarathöfnina sem fer fram í kvöld. Vísir/Getty Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira