
Nýjar ógnir
Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis.
Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi!
Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB.
Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er.
Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum.
Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar