Skoðun eða trúboð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 00:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af stöðu íslenskra fjölmiðla á Facebook-síðu sinni á dögunum. Hann hefur áhyggjur af því að fjölmiðla skorti stefnu, markmið eða skilaboð. Þeir hefðu því nánast ekki annan tilgang en að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Tilefni skrifa Bjarna er að í ritstjórnarskrifum Fréttablaðsins hafi undanfarið birst mismunandi skoðanir á framtíð Íslands í gjaldeyrismálum. Þennan blæbrigðamun túlkar Bjarni sem vísbendingu um að Fréttablaðið skorti „stefnu, markmið eða skilaboð“. Rétt er hjá Bjarna að starfsmenn Fréttablaðsins hafa ekki sérstök markmið í leiðaraskrifum. Við stundum ekki trúboð. Við lýsum okkar skoðunum undir fullu nafni og höfum frelsi til að tjá þær eftir því sem formið leyfir ef þær stríða ekki gegn almennum ritstjórnarlínum, meðal annars um athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja. Línan útilokar til dæmis kynþáttaníð, en skoðanir á gjaldeyrismálum eru frjálsar. Þess vegna ber leiðarasíðan titilinn „Skoðun“. Það er fullkomlega eðlilegt að skoðanir sem birtast í leiðurum stangist á frá degi til dags. Hugsandi fólk kemst að niðurstöðu og myndar sér skoðun, en ekki dauðir hlutir eins og dagblöð – nema útgáfan þjóni duldum sérhagsmunum. Stundum skiptir fólk um skoðun. Bjarni gerði það í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Haustið 2008 vildi hann aðildarviðræður enda væri krónan „fjötur um fót“ Íslendinga. Ef sinnaskipti í stjórnmálum byggjast á nýjum upplýsingum og breyttum forsendum eru þau lofsverð. Ef þjónkun við sérhagsmuni ræður för eru sinnaskipti ámælisverð. Ummæli Bjarna benda til að hann sakni tíma flokksblaðanna þegar Morgunblaðið var í yfirburðastöðu, fór inn á flest heimili og hafði dagskrárvald stjórnmálanna í hendi sér. Það væri vissulega þægilegra fyrir Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki gott fyrir þjóðlífið. Stundum saka pólitískir keppinautar Bjarna Fréttablaðið um að draga taum hans í ritstjórnarskrifum. Það er ekki rétt. En leiðarahöfundar hafa oft hrósað ráðherranum fyrir stjórn efnahagsmála. Hann fær hrós ef hann er talinn verðskulda hrósið. Ekki hefur Bjarni kvartað yfir því. Bjarni hlýtur að taka undir þá skoðun að frjáls skoðanaskipti séu mikilvæg þjóðlífinu þó að einstök skrif hugnist honum ekki. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju að gruna fjölmiðla sýknt og heilagt um að sitja um sig, eins og dæmi eru um. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa markmið önnur en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er ekki keppikefli Fréttablaðsins að Ísland taki upp evru eða annan gjaldmiðil. Kannski hafa einhverjir leiðarahöfundar blaðsins þá skoðun, kannski ekki. Þeim er algerlega frjálst að tjá skoðunina á hvorn veginn sem er. Hvað sem Bjarni kann að hafa um málið að segja.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun