Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við.
Það er fylgst með Diaz að velja fatnað, sitja fyrir og gefa viðtöl. Þar er hann meðal annars spurður að því hvaða ofurhetja hann myndi vilja vera. Svarið var einfalt: „Nate Diaz“.
Svo er kíkt á æfingu hjá Conor þar sem hann tekst á við stóran Íra sem berst svipað og Diaz.
Að lokum er auðvitað kíkt á blaðamannafundinn þar sem allt varð vitlaust. Conor mætti of seint en horfði þó á blaðamannafundinn í bíl sínum á leið á MGM Grand hótelið.
Þáttinn má sjá hér að ofan.
Bardagakvöldið er á laugardag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz
Tengdar fréttir

Conor getur ekki hætt að æfa
Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund.

Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan.

Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded
UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með.

Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz
Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor.

Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz
Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt.