Vaxandi þjóðernishyggja í Kína Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Fyrir rúmum mánuði kvað Alþjóða hafréttardómstóllinn í Haag upp dóm sinn varðandi þá lögsögu sem kínverska ríkisstjórnin gerir tilkall til í Suður-Kínahafi. Niðurstaðan var sú að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir þeim kröfum sem þau höfðu gert til þeirra umdeildu svæða. Með því að halda fram yfirráðum og framkvæmdum innan við þær „níu-línur“ sem Kínverjar gera tilkall til væru stjórnvöld að brjóta á fullveldisrétti Filippseyja. Lögsögudeilur Kínverja við önnur nágrannaríki eru ekki nýjar af nálinni. Til dæmis fór sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að kaupa Diaoyu/Senkaku-eyjaklasann í september 2012 mjög illa fyrir brjóstið á Kínverjum. Báðar þjóðir gera tilkall til klasans og hafa skip beggja þjóða reglulega ögrað hvor öðrum síðan þá. Stjórnvöld í Peking hafa brugðist harkalega við ákvörðun alþjóðadómstólsins og lýst því yfir að þau hyggist ekki viðurkenna hana. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað stöðu sína með því halda heræfingar í Suður-Kínahafi í næsta mánuði sem rússneski sjóherinn hyggst einnig taka þátt í. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið að reisa flotastöðvar og flugvelli á þessum manngerðu eyjum, sem hafa einnig nýlega tekið á móti kínverskum farþegaþotum. Að auki er staðsetning eyjanna mjög mikilvæg þar sem þær eru ríkar af auðlindum og liggja við auðug fiskimið. Rúmlega helmingur af öllum varningi heimsins siglir þar í gegn. Það eru ekki aðeins kínversk stjórnvöld sem hafa mótmælt ákvörðun dómstólsins. Almenningur í Kína virðist hafa litið á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og hefur þjóðernishyggjan blómstrað víða þar í landi, oft með fremur furðulegum einkennum. Margir Kínverjar telja Bandaríkin hafa hvatt stjórnvöld á Filippseyjum til þess að sækja rétt sinn í Haag og í táknrænu skyni hafa Kínverjar birt myndir af sér brjótandi iPhone-síma og staðið fyrir mótmælum fyrir utan KFC-veitingastaði. Slík táknræn mótmæli eru algeng í landinu. Til dæmis, þegar mótmælt er gegn japönsku ríkisstjórninni tíðkast að gera atlögu að og skemma japanska bíla. Í borginni Dalian var maður nokkur kallaður svikari og barinn um borð í lest fyrir þann eina glæp að ganga í Nike-skóm.Öld niðurlægingarinnarFyrra ópíumstríðið milli Kína og Breska heimsveldisins hófst árið 1839 eftir að kínverski keisarinn lagði bann við sölu og dreifingu á ópíum. Mikill viðskiptahalli hafði myndast milli Kínverja og Breta þar sem mikil eftirspurn var eftir kínverskum vörum eins og silki, te og postulíni. Kínverjar höfðu aftur á móti lítinn áhuga á þeim varningi sem Bretar vildu selja, þar til Breska Austur-Indíafélagið byrjaði að flytja inn ópíum til Kína í miklu magni. Stríðinu lauk með sigri Breta árið 1842 og var Qing-keisaraveldið í kjölfarið neytt til að skrifa undir svokallaðan Nanjing-sáttmála. Samningurinn var talinn afar ósanngjarn gagnvart Kínverjum, en keisaraveldið varð að láta af hendi fimm fríverslunar-hafnarborgir. Kína þurfti einnig að afsala sér Hong Kong og var hún í eigu bresku krúnunnar þar til 1997. Þetta stríð er byrjunin á því sem Kínverjar kalla „öld niðurlægingarinnar“. Frá 1839 til 1949 fylgdu vestrænu heimsveldin og Japan nýlendustefnu eftir um landið allt. Kínverjar voru neyddir til að skrifa undir ósanngjarna samninga, kínverskar borgir enduðu í eigu erlendra ríkisstjórna og stríð voru háð víðs vegar um landið. Árið 1949 vann Mao Zedong og kínverski kommúnistaflokkurinn sigur á þáríkjandi Þjóðernisflokki Chang Kai-shek. Her Þjóðernisflokksins flúði til Taívan og eru deilur milli þessara tveggja stjórna viðvarandi enn þann dag í dag. Þó að þessir sögulegu atburðir hafi átt sér stað fyrir mörgum árum eru þeir síður en svo gleymdir í augum Kínverja. Stjórn Kommúnistaflokksins hefur lengi vel sýnt vantraust í garð alþjóðastofnana og hefur þetta tímabil oft verið notað til að réttlæta tortryggni í garð útlendinga.LögmætiUppreisnirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989 mörkuðu mikilvæg tímamót í stjórnarfari landsins. Augljóst var að hugmyndafræði maóismans var liðin undir lok og að Kommúnistaflokkurinn þurfti að finna nýjar aðferðir til að réttlæta lögmæti sitt. Fyrir mótmælin í Peking hafði ríkisstjórnin lýst yfir sigri á innrásarher Japans og lýst sér sem sameiningartákni Kínverja. Eftir að mótmælin voru bæld niður hóf kínverska ríkisstjórnin öfluga áróðursherferð þar sem mikil áhersla var lögð á sögulega óvini landsins. Með því að breyta sjálfsáliti þjóðarinnar úr sigurvegara í fórnarlamb, gat ríkisstjórnin beint reiði og gremju ungs fólks burt frá innlendum vandamálum og í áttina að öðrum þjóðum. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kínverski Kommúnistaflokkurinn reitt sig á efnahagsgróða og þjóðernishyggju til að lögmæta tilveru sína. En á undanförnum árum hefur kínverski efnahagurinn átt við mörg vandamál að stríða. Verðbréfamarkaðurinn hefur tekið mikla dýfu og framleiðsla í landinu er hægt og rólega að dragast saman. Það er því mikilvægt fyrir stjórn landsins að ýta undir þjóðernishyggju og minna almenning á hver ræður. Ef litið er á sögu landsins, þá er þessi aðferð ekki svo óalgeng. Það sem hins vegar veldur áhyggjum er hættuástandið sem hún gæti skapað. Ef þjóðernishyggjan í Kína eykst of mikið, gæti það leitt til þess að almenningur telur ríkisstjórn sína of veikburða til að standa vörð um hagsmuni og landamæri þjóðarinnar. Sérstaklega þar sem ákveðin öryggisklemma er þegar að myndast í Suður-Kínahafi. Áhyggjuefni eru einnig hótanir og ögranir frá heimsveldi sem neitar að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins og þarf að hafa stjórn á 1,4 milljörðum íbúa, sem margir telja þjóð sína eiga óuppgerð mál við umheiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kvað Alþjóða hafréttardómstóllinn í Haag upp dóm sinn varðandi þá lögsögu sem kínverska ríkisstjórnin gerir tilkall til í Suður-Kínahafi. Niðurstaðan var sú að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir þeim kröfum sem þau höfðu gert til þeirra umdeildu svæða. Með því að halda fram yfirráðum og framkvæmdum innan við þær „níu-línur“ sem Kínverjar gera tilkall til væru stjórnvöld að brjóta á fullveldisrétti Filippseyja. Lögsögudeilur Kínverja við önnur nágrannaríki eru ekki nýjar af nálinni. Til dæmis fór sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að kaupa Diaoyu/Senkaku-eyjaklasann í september 2012 mjög illa fyrir brjóstið á Kínverjum. Báðar þjóðir gera tilkall til klasans og hafa skip beggja þjóða reglulega ögrað hvor öðrum síðan þá. Stjórnvöld í Peking hafa brugðist harkalega við ákvörðun alþjóðadómstólsins og lýst því yfir að þau hyggist ekki viðurkenna hana. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað stöðu sína með því halda heræfingar í Suður-Kínahafi í næsta mánuði sem rússneski sjóherinn hyggst einnig taka þátt í. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið að reisa flotastöðvar og flugvelli á þessum manngerðu eyjum, sem hafa einnig nýlega tekið á móti kínverskum farþegaþotum. Að auki er staðsetning eyjanna mjög mikilvæg þar sem þær eru ríkar af auðlindum og liggja við auðug fiskimið. Rúmlega helmingur af öllum varningi heimsins siglir þar í gegn. Það eru ekki aðeins kínversk stjórnvöld sem hafa mótmælt ákvörðun dómstólsins. Almenningur í Kína virðist hafa litið á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og hefur þjóðernishyggjan blómstrað víða þar í landi, oft með fremur furðulegum einkennum. Margir Kínverjar telja Bandaríkin hafa hvatt stjórnvöld á Filippseyjum til þess að sækja rétt sinn í Haag og í táknrænu skyni hafa Kínverjar birt myndir af sér brjótandi iPhone-síma og staðið fyrir mótmælum fyrir utan KFC-veitingastaði. Slík táknræn mótmæli eru algeng í landinu. Til dæmis, þegar mótmælt er gegn japönsku ríkisstjórninni tíðkast að gera atlögu að og skemma japanska bíla. Í borginni Dalian var maður nokkur kallaður svikari og barinn um borð í lest fyrir þann eina glæp að ganga í Nike-skóm.Öld niðurlægingarinnarFyrra ópíumstríðið milli Kína og Breska heimsveldisins hófst árið 1839 eftir að kínverski keisarinn lagði bann við sölu og dreifingu á ópíum. Mikill viðskiptahalli hafði myndast milli Kínverja og Breta þar sem mikil eftirspurn var eftir kínverskum vörum eins og silki, te og postulíni. Kínverjar höfðu aftur á móti lítinn áhuga á þeim varningi sem Bretar vildu selja, þar til Breska Austur-Indíafélagið byrjaði að flytja inn ópíum til Kína í miklu magni. Stríðinu lauk með sigri Breta árið 1842 og var Qing-keisaraveldið í kjölfarið neytt til að skrifa undir svokallaðan Nanjing-sáttmála. Samningurinn var talinn afar ósanngjarn gagnvart Kínverjum, en keisaraveldið varð að láta af hendi fimm fríverslunar-hafnarborgir. Kína þurfti einnig að afsala sér Hong Kong og var hún í eigu bresku krúnunnar þar til 1997. Þetta stríð er byrjunin á því sem Kínverjar kalla „öld niðurlægingarinnar“. Frá 1839 til 1949 fylgdu vestrænu heimsveldin og Japan nýlendustefnu eftir um landið allt. Kínverjar voru neyddir til að skrifa undir ósanngjarna samninga, kínverskar borgir enduðu í eigu erlendra ríkisstjórna og stríð voru háð víðs vegar um landið. Árið 1949 vann Mao Zedong og kínverski kommúnistaflokkurinn sigur á þáríkjandi Þjóðernisflokki Chang Kai-shek. Her Þjóðernisflokksins flúði til Taívan og eru deilur milli þessara tveggja stjórna viðvarandi enn þann dag í dag. Þó að þessir sögulegu atburðir hafi átt sér stað fyrir mörgum árum eru þeir síður en svo gleymdir í augum Kínverja. Stjórn Kommúnistaflokksins hefur lengi vel sýnt vantraust í garð alþjóðastofnana og hefur þetta tímabil oft verið notað til að réttlæta tortryggni í garð útlendinga.LögmætiUppreisnirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989 mörkuðu mikilvæg tímamót í stjórnarfari landsins. Augljóst var að hugmyndafræði maóismans var liðin undir lok og að Kommúnistaflokkurinn þurfti að finna nýjar aðferðir til að réttlæta lögmæti sitt. Fyrir mótmælin í Peking hafði ríkisstjórnin lýst yfir sigri á innrásarher Japans og lýst sér sem sameiningartákni Kínverja. Eftir að mótmælin voru bæld niður hóf kínverska ríkisstjórnin öfluga áróðursherferð þar sem mikil áhersla var lögð á sögulega óvini landsins. Með því að breyta sjálfsáliti þjóðarinnar úr sigurvegara í fórnarlamb, gat ríkisstjórnin beint reiði og gremju ungs fólks burt frá innlendum vandamálum og í áttina að öðrum þjóðum. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kínverski Kommúnistaflokkurinn reitt sig á efnahagsgróða og þjóðernishyggju til að lögmæta tilveru sína. En á undanförnum árum hefur kínverski efnahagurinn átt við mörg vandamál að stríða. Verðbréfamarkaðurinn hefur tekið mikla dýfu og framleiðsla í landinu er hægt og rólega að dragast saman. Það er því mikilvægt fyrir stjórn landsins að ýta undir þjóðernishyggju og minna almenning á hver ræður. Ef litið er á sögu landsins, þá er þessi aðferð ekki svo óalgeng. Það sem hins vegar veldur áhyggjum er hættuástandið sem hún gæti skapað. Ef þjóðernishyggjan í Kína eykst of mikið, gæti það leitt til þess að almenningur telur ríkisstjórn sína of veikburða til að standa vörð um hagsmuni og landamæri þjóðarinnar. Sérstaklega þar sem ákveðin öryggisklemma er þegar að myndast í Suður-Kínahafi. Áhyggjuefni eru einnig hótanir og ögranir frá heimsveldi sem neitar að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins og þarf að hafa stjórn á 1,4 milljörðum íbúa, sem margir telja þjóð sína eiga óuppgerð mál við umheiminn.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun