Endurkoma Brasilíu snýst um peningamálastefnuna í Kína Lars Christensen skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun