Ásmundur fann að rasistaummælum Samfylkingarfólks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2016 15:03 Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum. Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann. Þingmaðurinn vísaði þar meðal annars til ummæla Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir. Einnig vísaði hann til ræðu Oddnýjar, frá því fyrr á þessu ári, þar sem hún sagði hann hoppa á sama vagn og Donald Trump. „Síðan þá kallaði ritari Samfylkingarinnar þrjá frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ýmsum nöfnum,“ sagði Ásmundur. Þar vísaði hann til tísts Óskars Steins Jónínu Ómarssonar þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir var kölluð „duglaus ráðherra“, Ásmundur kallaður rasisti og Árni Johnsen kallaður „dæmdur þjófur“. „Er það þessi leið sem Samfylkingin vill fara? Einstaklingar sem hafa verið dæmdir, setið sína refsingu og skilað því til baka til samfélagsins sem ranglega var tekið, eiga þeir að bera þann kaleik alla ævi?“ spurði Ásmundur.Mannúð og mannréttindi ættu að vera útgangspunktur Oddný G. Harðardóttir tók næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“ Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“ Formaðurinn sagði að þingmenn og ráðherrar ættu að gæta hagsmuna allra óháð trú eða uppruna. Þó að það gæti reynst sumum freisting að tala inn í óttan um hið óþekkta og hvetja til mismununar þá ættu mannúð og mannréttindi ávallt að vera upphafspunktur í öllum umræðum í velferðar- og lýðræðisríkjum.
Alþingi Donald Trump Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00 Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30
Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir suma fjölmiðla og stjórnmálamenn ala á ótta í garð minnihlutahópa hér á landi. Hún nefnir Útvarp Sögu og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi í því sambandi. 15. júlí 2016 07:00
Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“. 1. mars 2016 14:54
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10
Segir Ásmund hafa skipað sér í flokk með popúlistum og Donald Trump Oddný G. Harðardóttir gagnrýnir ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttamenn. 2. mars 2016 17:40