Formaður VG: Fjarri því að vera boðað afnám verðtryggingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 14:26 Katrín segir að svo líti út fyrir að boðaðar aðgerðir ríkistjórnarinnar þýði að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt. Vísir/GVA „Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48